Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Sunday 23 December 2012

GLEÐILEGA HÁTIÐ

Vildi óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Takk fyrir samveruna á þessu hausti og vonandi verða stundirnar okkar saman ennþá ánægjulegri á næsta ári með æfingum og leikjum :) . Njótið þess að vera í fríi og sjáumst kát og hress á æfingu 7.janúar 2013

Jólakveðjur
Kjartan Ólafsson

Wednesday 19 December 2012

Æfing í Egilshöll fimmtudaginn 20.des

Hæ stelpur og takk fyrir keiluna í gær

Við ætlum að æfa saman í Egilshöll á morgun, fimmtudag. Æfingin hefst klukkan 17:20 og bið ég ykkur um að mæta tímanlega. Sjáumst hress og kát

Kv. Kjartan Þjálfari (keilukóngur)

Friday 14 December 2012

Keiluferð 18. desember í Egilshöll

Sælar stelpur

Þann 18. desember (næsta þriðjudag) ætlum við að sleppa æfingu en fara í staðin í Keiluhöllina í Egilshöll. Kostnaður við keiluna er 1.000 kr. og munum við spila frá 18:00 - 19:00.

Mæting yrði þá 17:45 þannig að allar fái skó og séu klárar í keiluna á réttum tíma.

Við viljum biðja ykkur um að skrá ykkur hér á blogginu fyrir mánudagskvöld þannig að við getum staðfest fjöldan við Keiluhöllina.

Við vonum að sjálfsögðu til að sjá ykkur sem flestar stelpur þannig að þetta verði sem skemmtilegast.

kv. Foreldraráð.

Tuesday 11 December 2012

Æfing í Egilshöll á fimmtudag 13.desember

Hæ stelpur

Við ætlum að æfa í Egilshöll á fimmtudag. Æfingin hefst klukkan 17:20 og er búin 18:20

Látið mömmu og pabba vita og látið þau líka senda mér póst á kjarolaf@gmail.com þar sem kemur fram nafn og símanúmer. Það eru nokkrir foreldrar búnir að senda, en það vantar að fleiri foreldrar sendi netföng til mín.

Kv. Kjartan

Wednesday 5 December 2012

Æfing á fylkisvelli á morgun klukkan 16:00-16:45

Æfing á fylkisvelli á morgun klukkan 16:00-16:45

Hvet ykkur til að fara svo í Fylkisbíó :) (sjá eldri bloggfærslu)

Monday 3 December 2012

Kæra Fylkisfólk, Þá er komið að því að hrista okkur öll saman á aðventunni og skapa jólastemningu í Egilshöllinni á fimmtudag kl. 17.50 (6.des) með JÓLABÍÓI FYLKIS, þar sem við forsýnum nýju jóla-teiknimyndina "Goðsagnirnar Fimm" í 3 Vídd og með íslensku tali – sjá meðfylgjandi auglýsingu. Hér er á ferðinni bráðskemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna, frá þeim sömu og færðu okkur myndirnar um "Shrek", "Kung Fu Panda" og "Madagascar" (Dreamworks Animation). Allur ágóði sýningarinnar rennur til knattspyrnudeildar Fylkis og mun nýtast vel við rekstur yngri flokka félagsins. Miðaverð er 1.200 kr. Farið inn á þennan hlekk, Jólabíó Fylkisskráið nafn, síma, og fjölda miða. Athugið, 200 miðar eru í sölu og ef vel gengur að selja á mánudag og þriðjudag verður bætt við 80-90 miðum. FYRSTIR KOMA, FYRSTIR FÁ. Afhending miða verður í Egilshöll frá kl 17. MÆTIÐ VEL TÍMANLEGA A.M.K. 30 MÍN. FYRIR SÝNINGU Í EGILSHÖLL OG KOMIÐ HELST MEÐ RÉTTA FJÁRHÆÐ Í REIÐUFÉ TIL AÐ FORÐAST RAÐIR! Sjáumst öll hress og kát á fimmtudaginn, og munið eftir þrívíddargleraugunum. Áfram Fylkir!

Wednesday 28 November 2012

Æfing fimmtudag verður á fylkisvelli klukkan 16:00

Hæ stelpur

Æfingin á morgun, fimmtudag verður á fylkisvelli. Því miður verður Egilshöllin ekki í boði fyrir okkur í þetta skiptið. Sjáumst hress á morgun á FYLKISVELLI.

Kv. Kjartan

Monday 26 November 2012

Þvílíkur dugnaður á HK móti

Hæ  stelpur

Þið stóðuð ykkur frábærlega á mótinu í Kórnum í gær, allar sem ein. Nú höldum við áfram að bæta okkur og stöndum okkur ennþá betur á næsta móti  :)
Sjáumst svo hressar  á æfingu í Árbæjarskóla í dag.

Kveðja
Kjartan

Saturday 24 November 2012

Æfingamót HK sunnudaginn 25.nóvember

Mæting í íþrótthúsið Kórinn :11:45
Þátttökugjald :1000 pr.leikmann
Föt:Fylkisbúningur, svartar stuttbuxur, fylkissokkar (verð með auka treyjur með mér)
Skór:Takkaskór, Gervigrasskór
Búnaður:legghlífar, Markmannshanskar(taka með ef þú átt þá til), handklæði eftir sturtuna. 

Allir leikmenn mæta á sama tíma 
Skipað í liðin við mætingu

Leiktími: 12 mínútur

Liðskipan: 
Fylkir 1 : Anna Kolbrún, Erna Sólveig, Kata Vala, Daría, Ester Regína(mark), Karen, Ellen Sól.
Fylkir 2 : Sóldís Lára, Helena, Anna Lovísa, Nína, Védís, Hjördís Silja, Ester Regína(mark).

1-2 leikmenn úr fylkir 1 verða varamenn í fylkir 2 og öfugt. 

Kveðja 
Kjartan




Leikjaplan fyrir mót 6. flokk kvk þann 25.11.2012
Völlur 1
Völlur 2

12:15
HK1-Haukar 1
Selfoss 1-Fylkir 1

12:30
HK2-Haukar 3
Leiknir/ÍR2 - Fylkir 2

12:45
HK1-Selfoss 1
Haukar 1- Fylkir 1

13:00
HK2-Leiknir/ÍR 2
Fylkir 2 - Haukar 3

13:15
HK1 - Fylkir 1
Haukar 1-Selfoss 1


13:30
HK2-Haukar 3
Leiknir/ÍR2 - Fylkir 2

13:45
HK1-Selfoss 1
Haukar 1- Fylkir 1

14:00
HK2-Leiknir/ÍR 2
Fylkir 2 - Haukar 3

14:15
HK1 - Fylkir 1
Haukar 1-Selfoss 1

14:30
HK1-Haukar 1
Selfoss 1-Fylkir 1

Friday 23 November 2012

Mót í kórnum á sunnudag

Hæ stelpur

Allar upplýsingar( liðin, mæting o.fl ) um mótið koma inn á morgun eftir klukkan 16:00

Kveðja
Kjartan

Wednesday 21 November 2012

Æfing á fylkisvelli á morgun og fundur

Við mætum á fylkisvöll á morgun(fimmtudag) þar sem verður tekin létt æfing og svo fundur útaf mótinu sem við ætlum að taka þátt í á sunnudag komandi. Þar verður liðið ákveðið o.fl

Kv. Kjartan

Tuesday 20 November 2012

Fyrirhugað mót fyrir 6.flokk kvk

Sæl

Fyrirhugað er að fara á mót sem 6.flokkur kvk HK ætlar að halda í íþróttahúsinu Kórnum, sunnudaginn 25.nóvember. A og B lið leika milli 12-14:00 og C og D lið leika á milli 14-16:00. Þátttökugjald er 1000 kr og innifalið er frissi fríski og verðlaunapeningur.

Nú er spurning hversu margar stelpur sjá sér fært að mæta á mótið.
Setjið nafnið ykkar hér inn í færsluna til að láta vita hvort þið komist eða ekki.

Ákvörðun verður tekin um þátttöku á fimmtudag.

Bestu kveðjur

Kjartan

Tilkynning til foreldra frá Fylki


Tilkynning til foreldra frá Fylki

Stjórn Íþróttafélagsins Fylkis samþykkti í byrjun september að auka verulega þjónustu félagsins við iðkendur og foreldra hvað varðar frístundastrætó Fylkis.  Þessi ákvörðun var tekin á þeim forsendum að þörfin væri mikil og að þetta væri í raun nauðsynlegur hluti af starfsemi félagsins.

Strætóinn hefur gengið  alla virka daga milli kl. 14:00 og 17:00 og geta  allir iðkendur Fylkis  nýtt sér vagninn til og frá æfingum samkvæmt útgefinni dagskrá.   Þeir sem nota vagninn hafa ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir þá notkun.

Nú er haustönnin rúmlega hálfnuð og hefur þátttakan verið langt undir væntingum.  Félagið er að borga háar fjárhæðir með rekstrinum og því ekki forsvaranlegt að halda núverandi fyrirkomulagi  áfram eftir áramót miðað við óbreytt ástand.

Ekki er ljóst á þessari stundu hvers vegna foreldrar hafi ekki nýtt sé þetta úrræði betur þar sem þetta sparar þeim mikinn tíma og pening.  Með þessu bréfi viljum við hvetja foreldra til að kynna sér þessa þjónustu og athuga vel hvort þau geti ekki nýtt sé hana.

Frístundavagninn mun keyra samkvæmt núverandi áætlun fram að jólum en á eins og staðan er núna er óljóst hvernig fyrirkomulagið verður eftir áramót.  Fjölgi þeim börnum sem nýta sér vagninn fram að áramótum eru meiri líkur á því að núverandi fyrirkomulag haldist áfram eftir áramót.

Að lokum skal benda á að skráning í vagninn  fer fram á heimasíðu félagsins en allir sem nýta sér þessa þjónustu verða að vera skráðir.


Með kveðju,

Hörður Guðjónsson
Íþróttafulltrúi Fylkis /  Sports director

Thursday 15 November 2012

Takk fyrir æfinguna í dag

Það var gaman að sjá hversu margar stelpur mættu á æfingu í Egilshöll í dag :)
Þið stóðuð ykkur ofboðslega vel allar sem ein. Ég ætla að biðja ykkur um að fá pabba eða mömmu til að senda mér netfang, nafn, og síma til mín á netfangið kjarolaf@gmail.com

Kveðja

Kjartan

Wednesday 14 November 2012

Egilshöllin fimmtudaginn 15. nóvember


Hæ stelpur

Við ætlum að hittast á æfingu í Egilshöll á morgun(fimmtudag). Æfingin byrjar klukkan 17:20 og stendur til 18:25. Ég bið ykkur sem lesið bloggið að láta sem flestar stelpurnar vita af þessu, ef þær skyldu vera búnar að gleyma því að lesa bloggið hér til að kanna hvort við færum á æfingu í Egilshöll.

Sjáumst því inni á gervigrasinu í Egilshöll :)

Kv. Kjartan

Tuesday 13 November 2012

Æfing í kvöld Norðlingaskóla klukkan 18:00

Sjáumst á eftir stelpur :)

kv. Kjartan

Friday 9 November 2012

Foreldrafundur

Ég ætla að halda foreldrafund, mánudaginn 12. nóvember í fylkishöll klukkan 20:00
Því bið ég ykkur stelpur um að láta mömmu og pabba vita eða segja þeim að lesa þessa færslu hér á fylkisskvísum :) .
Það er mjög mikilvægt að sem flestir foreldrar mæti sem vilja láta sig málefni 6.fl kvk varða.

Kveðja Kjartan

Thursday 8 November 2012

Æfing í dag á fylkisvelli klukkan 16:15 og foreldrafundur í næstu viku

Hæ stelpur

Það verður æfing í dag á fylkisvelli, hún hefst þó aðeins seinna heldur en venjulega eða klukkan 16:15. Við ætlum að hreyfa okkur reglulega vel á æfingu í dag og verður hún því eingöngu SPIL. Ég held svo foreldrafund í næstu viku(líklegast á mánudagskvöld) og því mikilvægt að láta mömmu eða pabba vita. Þið fáið líka miða með heim sem þið afhendið foreldrum.

Sjáumst á æfingu í dag

Kv. Kjartan

Monday 5 November 2012

Æfing í dag 05.nóvember

Hæ stelpur

Sjáumst hressar í íþróttahúsi Árbæjarskóla í dag klukkan 16:00. Hlakka til að sjá ykkur sem flestar.

Kv. Kjartan

Monday 29 October 2012

Æfing á fylkisvelli þriðjudag kl.17

Hæ stelpur.
Það verður æfing á fylkisvelli á morgun og breyttur tími . Við ætlum að hefja æfinguna klukkan 17:00. Gaman að sjá hvað þið voruð duglegar á æfingu í dag. Sjáumst kát á morgun :)

Kveðja Kjartan

Hæ stelpur
Vonast til að sjá sem flestar á æfingu í dag ! Sjáumst í íþróttahúsi Árbæjarskóla í dag klukkan 16:00

Thursday 25 October 2012

Sælar stelpur

Það verður æfing á fylkisvelli í dag klukkan 16:00. 
Því miður kemst ég ekki með ykkur á landsleikinn, en hvet ykkur til að plata foreldra með ykkur á leikinn þar sem ókeypis er fyrir ykkur stelpurnar. Sjáumst á fylkisvellinum á eftir og svo ÁFRAM ÍSLAND.

Ath: Ég verð með 8 miða fyrir foreldra á æfingu í dag . . . . Um að gera að sameinast með stelpurnar nokkrir foreldrar saman. 

Kv. Kjartan

Monday 22 October 2012

Nýr þjálfari

Kjartan Ólafsson hefur tekið við þjálfun 6.flokks kvk tímabilið 2012-2013.
Hér til hliðar á vinstri hönd er hægt að nálgast upplýsingar um símanúmer og póstfang þjálfara ef þurfa þykir.

Kv. Kjartan Ó.

Monday 1 October 2012

Æfingar hafnar

Sæl og blessuð

Æfingar eru hafnar hjá 6.flokki kvenna

Ekki er enn búið að ganga frá þjálfaramálum flokksins en þangað til það skýrist koma Fannar Berg og Sævar Ólafs til með að stjórna æfingum.

Æfingatímar eru þessir

Mánud
Árbæjarskóli
16:00 - 17:00 (leikfimiföt)


Þriðjud
Norðlingaskóli
18:00-19:00 (leikfimiföt)

Fimmtud
Fylkisvöllur
16:00 - 17:00 (ath! klæða sig eftir veðri)

Bestu kveðjur
Sævar 

Monday 24 September 2012


Sælar stelpur og foreldrar 

Við ætlum að hafa lokaslútt 6. flokks á fimmtudaginn 27. september.
Planið er að fara í Klifurhúsið og svo út að borða á Hamborgarfabrikkuna.
Þátttakan kostar 2.000 krónur fyrir stelpuna og greiðist á staðnum.

Mæting er í Klifurhúsið kl. 17:00 
Gott er að koma í þægilegum klæðnaði.

Klifurhúsið er í Skútuvogi 1G. Bílastæði og inngangur er í portinu að neðan og er því gengið inn frá Barkarvogi.
      Staðfesta þarf þátttökuna fyrir miðvikudaginn 27.sept. með því að senda tölvupóst á disagbh@gmail.com

Foreldrar þurfa svo að sækja stelpurnar á Hamborgarafabrikkuna kl. 19:00.

Kv,Foreldraráðið.

Wednesday 19 September 2012

Uppskeruhátíð


Uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildar Fylkis

Sunnudaginn 23. september kl. 13:00 verður uppskeruhátíð yngri flokka Fylkis haldin í Fylkishöll. Hátíðin verður innandyra og verða heimatilbúin skemmtiatriði, allir flokkar verða kallaðir upp, andlitsmálun og fleira. Hefðbundnar viðurkenningar verða veittar og í lokin verður grillað úti og hitað upp fyrir leik Fylkis og KR í meistaraflokki karla sem hefst klukkan 16:00.

Monday 17 September 2012

2 æfingar eftir fram að Uppskeruhátíð

Sælar Fylkisskvísur

Núna eru bara tvær æfingar eftir þangað til að við höldum uppskeruhátíð hjá öllum yngri flokkum Fylkis.

Mánudagur 17.sept
kl 17:00 á Fylkisvelli


Miðvikudagur 19.sept
kl 17:00 á Fylkisvelli


Uppskeruhátíð Fylkis
23.september kl 13:00 í Fylkishöll
Í lokin verður grillað pylsur

Fjölmennum á þessar síðustu tvær æfingar. Við þjálfarar komum til með að vera með sérstaklega skemmtilegar æfingar í gangi - svo þið viljið að sjálfsögðu vera á svæðinu og taka þátt :)

Sævar og Súsanna

Monday 10 September 2012

Æfing fellur niður í dag 10.sept!

Hæ stelpur

Því miður er engin æfing í dag mánudaginn 10.sept vegna veðurs :(

Næsta æfing er miðvikudaginn 12.sept!

Sjáumst eldhressar þá :)

kv. Sævar og Súsanna

Wednesday 29 August 2012

Breyting á æfingatímum

Sælar og blessaðar.

Æfingin á morgun verður kl 17:00

Æfum frá og með morgundeginum á mánudögum og miðvikudögum kl 17:00.

 Fylkisjakki merktur Aníta Ósk er í afgreiðslu í Fylkishöll.

Spurning
Það eru tvær eldri konur sem vinna í Fylkishöll. Hvað heita þær?

Sú sem svarar fyrst og rétt fær að velja upphitunaræfingu á æfingu á morgun (eða næstu æfingu sem sigurvegari mætir á).

Saturday 25 August 2012

Subway-mót HK

Sæl og blessuð

Leikjaplanið er hér;
http://www.hk.is/upload/15923-bcfa8f1d01c314345be11be05b758694.PDF


7 stelpur staðfestar - fáum mögulega einhvern lánsmann til að þið getið fengið að fara aðeins útaf og anda :D Annars þá er lúxusinn náttúrulega sá að þið fáið allar að spila alveg helling.

Mæting kl 09:00 í Fagralund í Kópavogi (Félagsheimili HK)

Þetta er góð leið frá Selásnum :)
http://ja.is/kort/#x=362195&y=403481&z=7&from=sel%C3%A1sbraut&to=Furugrund%2083%2C%20200%20K%C3%B3pavogi

Sjáumst öll hress og kát....og áfram Fylkir!!

Sævar og Súsanna

Thursday 23 August 2012

Skráning Fossvogsmót

Sæl öll

Fossvogsmótið verður á sunnudag frá sirka 10:00 - 13:00/14:00 (síðasta lagi). Er þetta gott tækifæri fyrir þær stúlkur sem ekki eru að fara að spila í Hnátumótinu til að spila.

Kostnaður 2000 krónur á iðkanda. Veitingar í lok móts. Milli leikja gefst stúlkunum tækifæri á að spreyta sig í knattþrautum af ýmsu tagi og allir fá þátttökuviðurkenningu

Skráning fer rólega afstað - svo við biðjum foreldra að hafa samband í gegnum póst saevarolafs@gmail.com eða beint í gegnum síma 698-7509. Skráning lokar í kvöld á miðnætti.

Erum með 1 lið skráð til leiks.

--------------------------------------------------------------

Hnátumót KSÍ
1 lau. 25. ágú. 12 12:40 Grindavík - Fylkir Víkingsvöllur
 
2 lau. 25. ágú. 12 12:40 Breiðablik - ÍA Víkingsvöllur
 
3 lau. 25. ágú. 12 14:00 ÍA - Fylkir Víkingsvöllur
 
4 lau. 25. ágú. 12 14:00 Breiðablik - Grindavík Víkingsvöllur
 
5 sun. 26. ágú. 12 11:20 Grindavík - ÍA Víkingsvöllur
 
6 sun. 26. ágú. 12 11:20 Fylkir - Breiðablik Víkingsvöllur
 

A-lið
Mæting laugardagur 12:00 á Víkingsvöll
Mæting sunnudagur: 10:40 á Víkingsvöll
Leikmenn:
Vigdís, Anna Alexandra, Ída, Freyja, Gunnur, Anna Kolbrún, Birta Líf og Bryndís

Kveðja
Sævar og Súsanna

Friday 17 August 2012

Hnátumót - Fossvogsmót - Dósasöfnun

Sæl öll

Hnátumót
Helgina 25-26 ágúst er Hnátumót KSÍ á Víkingsvelli. A-lið er að fara að keppa þar.

Fossvogsmót HK
Sömu helgi er Fossvogsmót HK og ætlum við að bjóða þeim iðkendum sem ekki koma til með að keppa í Hnátumótinu að skrá sig í Fossvogsmótið. Kostnaður við það er 1500-2000 krónur á iðkanda.
Skráning berist á; saevarolafs@gmail.com

Dósasöfnun 22.ágúst
Það vantar pening í sameiginlega sjóðinn okkar svo ekki þurfi að koma bakreikningur í lok sumars.

Við í foreldraráðinu ætlum því að taka við dósum og flöskum á miðvikudaginn 22 ágúst í andyri Fylkishallar frá 17.00-17.30.
Væri frábært að fá þetta flokkað og talið í lokuðum pokum og við förum svo með þetta niður í sorpu strax eftir móttöku.
(Það er ótrúlegt hvað felast mikil verðmæti í svona drasli)
Vonum að allir sjái sér fært að leggja í púkkið.

Kveðja
Foreldraráð, Sævar og Súsanna

Tuesday 14 August 2012

Landsleikur: Ísland - Færeyjar

Sæl öll

KSÍ hefur ákveðið bjóða yngri flokkum og forráðamönnum flokka (3. flokkur og yngri) allra aðildarfélaga miða á vináttulandsleik Íslands og Færeyja sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 15. ágúst og hefst kl. 19:45.

ÁFRAM ÍSLAND!
Stefnan er að fjölmenna á leikinn. Þurfum við að vita helst í dag hveru margar hafa hug á að koma með svo við getum sótt þann fjölda miða sem ætlar að fara á leikinn.

Vinsamlegast skiljið eftir skilaboð hér á síðunni eða sendið á saevarolafs@gmail.com og skiljið eftir nafnið ykkar :)

Einnig auglýsum við eftir foreldrum sem væru til í að taka að sér að ferja stúlkurnar niður á Laugardalsvöll. Vinsamlegast hafið samband við foreldraráð ef þið hafið tök á að skutlast.

Kveðja
Þjálfarar og Foreldrarráð 6.flokks kvenna

Monday 13 August 2012

Frí í dag (mán). Næsta æfing á miðvikud.

Sæl öll

Minnum á að í dag er frí

Næsta æfing er á miðvikudag kl 16:00 á Fylkisvelli

Sjáumst öll hress og kát

Að lokum viljum við þjálfarar koma áleiðis þökkum til ykkar allra fyrir vel heppnað Pæjumót á Siglufirði. Fannst okkur alveg hreint æðislegt hversu vel þetta allt gekk og voru Fylkisskvísur í 6.flokki svo sannarlega Fylki til fyrirmyndar innan vallar sem utan. Vonum við svo sannarlega að þið hafið öll haft gaman af helginni og notið hennar.

Kveðja
Sævar og Súsanna

Thursday 9 August 2012

Tjaldsvæðið

Sæl öll
 
Nokkrir eru komnir á tjaldstæðið og var tjaldað á stóru torgi við hliðina á löggustöðinni og Olís er fyrir aftan okkur. (ská á móti samastað og í fyrra).
 
Búið er að setja upp Fylkisfánann og er stæðið þannig merkt okkur.
 
Hlökkum til að sjá ykkur :)
 
Hlítt og sól en svoldið rok.
 
Kv,Foreldraráð

Wednesday 8 August 2012

Smá breytingar og liðsskipan



Sæl öll.

Smá breytingar, stelpurnar munu ekki gista í skólanum eins og ég hafði fengið uppgefið síðast.
Heldur munu þær gista í Kiwanis-húsi, það er alveg miðsvæðis og stendur við Aðalgötu, hér er finnið þið leiðina.

Kv,Foreldraráð.
-------------------------------------------------------------------------------------------

Liðsskipan fyrir Pæjumótið - bið ykkur að afsaka seinaganginn á þessu

19 hressar stúlkur skráðar til leiks. 

C-lið
Katrín María
Helena (7.fl)
Jóhanna Brynja
Anna Lovísa
Elísa Sól
Ellen
Kata Vala (7.fl)
Sigrún Arna
Elísabet Tinna
Erna (7.fl)

A-lið
Gunnur
Birta Líf
Freyja
Ída
Bryndís
Lilja Dís
Anna Kolbrún
Vigdís
Anna Alexandra

Virkilega flottur hópur þarna á ferð og vonum við að stuð og stemmning eigi eftir að einkenna andrúmsloftið þessa Pæjumótshelgi.

Áfram Fylkir :)

Kv
Sævar og Súsanna



Tuesday 7 August 2012



Kæru foreldrar og forráðamenn.

·  Pæjumótið hefst föstudagsmorguninn 10. ágúst kl. 8:00 og verða þá allir keppendur að vera mættir þá (margir ætla að mæta seinniparts fimmtudags)
·  Fylkir stefnir að því að vera á tjaldstæði við Gránugötu, sem er miðsvæðis og ekki langt frá skólanum, tjaldsvæðið ætlum við að merkja með Fylkisfánanum. Svo þið leytið bara fánann uppi  :)
·  Stelpurnar munu gista í Grunnskólanum við Norðurgötu.
·  Foreldrafundur verður á fimmtudagskvöldinu kl, 21:00 í skólanum, mótsgögn afhent, eftir hann munum við koma stelpunum fyrir í sinni gistiaðstöðu.
·  Upplýsingar um liðstjóra vaktir verða gefna upp á foreldrafundi.
·  Leikjaniðurröðun mun liggja fyrir á fundinum
·  Restin af mótsgjaldinu 5.000 kr. greiðist á fimmtudagskvöldið vinsamlegast hafið peninga við hendina. (erum ekki með posa)
·  Þeir foreldrar sem gista í skólanum taka sjálfkrafa að sér vakt á næturnar.
·  Fylkir er með tvö lið.
·  Tjaldsvæðin á Siglufirði eru í umsjá Sveitarfélagsins og þar af leiðandi eru þau ekki innifalin í mótsgjaldi þátttakenda. 
·  Við munum reyna að setja strax inn á bloggið, ef einhverjar breytingar verða áður en mótið hefst.

Gátlisti
1.     Bakpoki til að hafa undir fótboltaskóna, legghlífar og vatnsbrúsa.
2.     Fylkiskeppnis búninginn
3.     Stuttbuxur
4.     Keppnistreyja (ef þær eiga, þjálfarar verða með einhverjar treyjur ef vantar)
5.     Sokkar (gott að vera með aukapör)
6.     Legghlífar
7.     Fótboltaskór
8.     Dýna og lak
9.     Sæng /svefnpoki/koddi
10.  Tannbursti og tannkrem
11.  Hárbursti
12.  Bók til að lesa í á kvöldin, bangsa, spilastokk eða annað afþreyingarefni til að stytta sér stundir
13.  Hlý föt undir keppnisgallann (ef kalt verður í veðri)
14.  Íþróttagalli/utan yfirgalli 
15.  Hlý útiföt
16.  Náttföt
17.  Sundföt
18.  Handklæði

Ef einhverjar spurningar vakna þá vinsamlegast hafið samband.

Kv,Foreldraráð og þjálfarar.

Wednesday 1 August 2012

Æfingar næstu daga

Sæl öll


Núna er verslunarmannahelgina að ganga í garð


Æfinar verða sem hér segir


Miðvikud 1.ágúst - Fylkisvöllur kl 16:00
Þriðjud 7.ágúst - Fylkisvöllur 16:00
Miðvikud 8.ágúst - Fylkisvöllur 16:00
Pæjumót á Siglufirði (9-12.ágúst)


Bendi annars á planið hér til hægri fyrir frekari upplýsingar um æfingaáætlun í Ágúst.


Kveðja
Þjálfarar

Tuesday 17 July 2012


Kæru foreldrar og forráðamenn.


Þá er komið að skráningu fyrir Pæjumótið á Siglufirði helgina 10-13 ágúst 2012.

Þið foreldrar þurfið að senda skráningu á  Sævar þjálfara  á  saevarolafs@gmail.com

Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 23. júlí og þarf jafnframt að 
leggja inn 5.000 kr staðfestingargjald á reikning 0535-04-761082, KT: 571083-0199,
og setja nafn á stúlku sem greitt er fyrir í skýringu.
Ef barn á peninga í sjóði sem á að nota á til greiðslu fyrir þátttökuna á Símamótinu þá vinsamlegast láttu Sigrúnu í foreldraráðinu vita með  tölvupósti,  sigrunarnar@simnet.is  
ekki seinna en mánudaginn 23. júlí.

Þátttökugjald á mótið er 10.000 krónur fyrir keppenda.

innifalið í gjaldi hvers þátttakanda
  • Gisting allt að 3 nætur í svefnpokaplássi í skólastofu eða samsvarandi gististað.
  • Morgunverður í Allanum laugardag og sunnudag.
  • Heitar máltíðir: Föstudags og laugardagskvöld.
  • Vallarnesti föstudag og laugardag.
  • Sunnudagur grill í hádeginu á mótsstað.
  • Ávöxtum verður dreift frítt á vallarsvæði alla keppnisdagana.
  • 9-10 knattspyrnuleikir.
  • Kvöldvökur.
  • Frítt 2 skipti í sund.
Hver þátttakandi á Pæjumóti fær afhenta gjöf við upphaf mótsins til minningar um mótið. Í lok Pæjumóts er veittur fjöldinn allur af verðlaunum og viðurkenningum auk þess sem allir þáttakendur fá viðurkenningar pening til minningar um þátttökuna á Pæjumóti og liðsmynd af sínu liði.

Keppni hefst strax á föstudagsmorgni og þurfa því keppendur að vera komnir ekki seinna en á fimmtudagskvöldið 9. ágúst
.  
Fylkisfólk hefur tjaldað saman á tjaldstæðinu og ætlum við að reyna að halda hópinn aftur í ár.
Allar upplýsingar um mótið má finna á   http://kfbolti.is/efni/dagskr%C3%A1_p%C3%A6jum%C3%B3ts_tm_2012


Kv, Foreldraráð og þjálfarar.

Sunday 15 July 2012

Frí á morgun (mánudag)

Fylkisskvísur og foreldrar

Takk kærlega fyrir helgina :)

Á morgun mánudag ætlum við að taka okkur öll FRÍ - enda búið að mæða mikið ykkur öllum um helgina á Símamótinu.

Ef þið lítið hér til hægri sjáiði að æfingum fækkar úr 4x í viku í 3x í viku fram að mánaðarmótum í það minnsta.

Æfingatímarnir verða því þessir út mánuðinn;
Mánudagar kl 16-17 Fylkisvöllur
Miðvikudagar kl 16-17 Fylkisvöllur
Fimmtudagar kl 16-17 Fylkisvöllur

Næsta æfing er því á miðvikudag kl 16:00 á Fylkisvelli

Hlökkum til að sjá ykkur aftur þá Fylkisskvísur

Kveðja
Sævar og Súsanna


Saturday 14 July 2012

Símamót - Mæting sunnudagur

Hæhæ

Hérna er liðsskipan eins og hún verður í fyrsta leik á morgun. Athugið að einhverjar breytingar gætu átt sér stað milli leikja.

Einhverjar stelpur hafa verið að spila með tveim liðum sem er ansi mikil keyrsla. Biðjum við ykkur foreldrar um að vinna það með okkur þjálfurum og láta okkur vita ef þið verðið var við einhver sérstök þreytumerki eða eitthvað sem gæti verið vísbending um að hvíld gæti verið málið.

Enda hvíldin líka mikilvæg :)

A-lið
Mæting kl 10:00 á völl 11
Vigdís
Anna Alex
Anna Kolbrún
Bryndís
Freyja
Gunnur
Birta Líf
Ída

B-lið

Mæting kl 08:00 á völl 4
Vigdís
Anna Alex
Birta Líf
Hanna
Nína
Karen
Auður

Ester
Ásthildur
Lilja Dís
Katrín Tinna (ef frísk)



C-lið
Mæting kl 09:00 á völl 5
Ester
Karen (m)
Elísa
Nína
Auður
Hanna
Ásthildur
Jóhanna Brynja
Anna Lovísa
Spurning með 7.flokks stelpur


Jæja síðasti dagurinn - Áfram Fylkir og Áfram Fylkisskvísur í 6.flokki kvenna :)

Sævar og Súsanna