Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Wednesday 29 February 2012

Bingó og æfingaleikur

Sælar stelpur

Það er gaman í Bingó :)
Á morgun er æfing hjá okkur í Norðlingaskóla kl 17-18. Eftir æfinguna eða kl 19:30 ætla stelpurnar í Meistaraflokk kvenna hjá Fylki að vera með Bingó-kvöld í Fylkishöll.

Bingó´ið byrjar kl 19:30 og er hægt að kaupa spjöld, kökur og annað fyrir gott verð - allt til styrktar meistarflokknum. Flottir vinningar verða svo í boði. 

Endilega takið með ykkur mömmu eða pabba og vonandi fær einhver Fylkisskvísa úr 6.flokk kvenna að kalla BINGÓ

Æfingaleikur
Getur verið að við gerum aðra tilraun á æfingaleik við Fram-stelpurnar eftir akkurat viku á Framvelli. Frekari fréttir af því ættu að koma hingað inná síðuna - þannig að endilega fylgjast vel með.

En við stefnum á að taka 3-4 æfingaleiki í Mars, þannig að það verður svo sannarlega nóg að gera....

Spurning dagsins.....
Veit einhver hvað þjálfari meistaraflokk kvenna hjá Fylki heitir?
Vísbending: Hann er með millinafn og er strákur

Kveðja
Sævar og Súsanna


Monday 27 February 2012

Æfingaleikur við Framstelpur

Sælar og blessaðar Fylkisskvísur í 6.flokki

Eins og þið kannski vitið þá ætlum við að kíkja í heimsókn og spila æfingaleik við Fram á miðvikudaginn næsta. Mæting hjá stelpunum kl 17:00. Það eru klefar á staðnum.

Verður því ekki æfing í Norðlingaskóla á miðvikud eins og vanalega.  

Æfingaleikurinn verður á æfingasvæði Fram við Úlfarsfell (leiðbeiningar HÉR)

Við ætlum að taka 3 leiki við Framstelpur sem eru aðeins fjölmennari flokkur en okkar - þannig að sennilega munu flestar úr 6.flokk fá að spreyta sig í tveim leikjum.....sem er bara fjör :)

Viljum við þjálfara að þið látið vita hvort þið komið eða ekki.

Hvernig á að láta vita?
Til að láta vita þá farið þið í "comment" hérna fyrir neðan þessa frétt og skrifið.... mjög einfalt mál.

Dæmi
Súsanna kemur - kveðja Helgi pabbi Súsönnu
Súsanna kemst ekki - kveðja Helgi pabbi Súsönnu

Sjáumst á æfingu í dag kl 15:30 á Fylkisvelli

Herra Sævar & Fröken Súsanna

Sunday 19 February 2012

Vikan og smá getraun

Sælar Fylkisskvísur


Minnum ykkur æfinguna á morgun/mánudag kl 15:30 - 16:45
Hmmm hver er nú þetta?


Klæðum okkur vel og vonandi ætla allar að mæta og leggja sig fram :)


Kommentakerfið
Nú á að vera hægt að kommenta við blogg á þessari síðu - stelpur þið munið regluna að skrifa undir eigin nafni og að vera kurteisar.


Spurning dagsins
Hver er þetta á myndinni hér til hægri?


Verðlaun
Sú sem verður fyrst til að svara fær að velja hvað við gerum í upphitun á miðvikudag eða fimmtudag í Norðlingaskóla :)


Kveðja
Sævar og Súsanna

Friday 17 February 2012

Týndar stuttbuxur

Mynd: Sviðsett
Sæl öll

Á fimmtdagsæfingunni þá gleymdust Fylkisstuttbuxur (Hummel) inní klefa eftir æfinguna. 

Ef einhver saknar stuttbuxna þá er hægt að hafa samband við mig í gegnum Email: saevarolafs"att"gmail.com

Kveðja
Sævar

Wednesday 15 February 2012

Svona á að gera þetta hehe
Sælar stelpur

Við minnum ykkur á æfinguna kl 16:00 - 17:00 í Norðlingaskóla.

Allar að mæta stundvíslega :)

Kveðja
Þjálfarar

Sunday 12 February 2012

Glæný bloggsíða 6.flokks kvenna

Hæhæ stelpur

Hvernig finnst ykkur nýja bloggsíðan okkar?? Kjósa kjósa kjósa

Það verður hellingar að gerast hérna svo það er mikilvægt að vera með augun opin og fylgjast með þessari bloggsíðu...mjöööööög mikilvægt

Æfingaleikur
Virkilega flott frammistaða hjá ykkur stelpur. Fylkir 1 og Fylkir 2 með sigra. Stefnum á annan æfingaleik fljótlega og svo ætlum við að hafa félagslegt sennilega í þar næstu viku......

....hvernig líst ykkur á að hafa


FURÐUFATAÆFINGU

Kveðja
Sævar og Súsanna