Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Thursday 6 March 2014

Tilkynning fra Barna og unglingaráði

Kæru foreldrar og forráðamenn,

Þetta bréf er sent til þeirra sem ekki hafa gengið frá greiðslu æfingagjalda fyrir núverandi keppnistímabil en einnig er afrit sett á blogsíður/facebook fyrir þá sem ekki eru með póstfang skráð í Nora kerfinu. Ef þið hafið nú þegar greitt en eru að fá þennan póst þá vinsamlega hafið samband við skrifstofu Fylkis þannig að hægt sé að leiðrétta það.

Barna- og unglingaráð hefur reynt að halda uppi metnaðarfullu starfi yngri flokka Fylkis í fótbolta. Til þess þarf góða þjálfara sem leggja sig alla fram við að kenna krökkunum okkar að verða betri í fótbolta og um leið, að halda uppi góðum anda svo öllum líði vel og hafi gaman að því að mæta á æfingar og spila leiki.

Grunnurinn að góðu starfi eru æfingagjöldin og þess vegna biðlum við til ykkar að ganga frá greiðslu þeirra fyrir 9. mars á heimasíðu félagsins. Eftir þann tíma munum við senda út greiðsluseðla á þá iðkendur sem ekki hafa gengið frá greiðslum.

Ykkur til upplýsingar er iðkendumekki heimilt að keppa fyrir hönd félagsins á mótum nema að hafa gengið greiðslu æfingagjalda, eins og kemur fram á heimasíðu félagsins. Frá 1. apríl n.k. munum við virkja þessa reglu í samráði við þjálfara.

Meðfylgjandi eru leiðbeiningar fyrir greiðslu æfingagjalda og ráðstöfun frístundastyrks, sem hækkaður var í 30þkr fyrir 2014.

1. Farið fyrst í skráningarkerfið hjá Fylki og skráið barnið á viðkomandi námskeið.

2. Hakið við "Nota frístundastyrk"

3. Farið strax á eftir inn á Rafræna Reykjavík, veljið "Frístundakort" og "Ráðstöfun styrks" og ráðstafið fjárhæð

4. Farið aftur í skráningarkerfið hjá Fylki og nú getið þið gengið frá greiðslu að frádregnum frístundastyrk. Boðið er upp á greiðsludreifingu.

Þetta er mjög einfalt í notkun. Ef spurningar vakna er hægt að óska eftir aðstoð í Fylkishöll, svara þessu bréfi eða senda beint á okkur.

Kveðja, f.h. BUR

Arnar, Sigfús og Þorvarður