Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Wednesday 28 November 2012

Æfing fimmtudag verður á fylkisvelli klukkan 16:00

Hæ stelpur

Æfingin á morgun, fimmtudag verður á fylkisvelli. Því miður verður Egilshöllin ekki í boði fyrir okkur í þetta skiptið. Sjáumst hress á morgun á FYLKISVELLI.

Kv. Kjartan

Monday 26 November 2012

Þvílíkur dugnaður á HK móti

Hæ  stelpur

Þið stóðuð ykkur frábærlega á mótinu í Kórnum í gær, allar sem ein. Nú höldum við áfram að bæta okkur og stöndum okkur ennþá betur á næsta móti  :)
Sjáumst svo hressar  á æfingu í Árbæjarskóla í dag.

Kveðja
Kjartan

Saturday 24 November 2012

Æfingamót HK sunnudaginn 25.nóvember

Mæting í íþrótthúsið Kórinn :11:45
Þátttökugjald :1000 pr.leikmann
Föt:Fylkisbúningur, svartar stuttbuxur, fylkissokkar (verð með auka treyjur með mér)
Skór:Takkaskór, Gervigrasskór
Búnaður:legghlífar, Markmannshanskar(taka með ef þú átt þá til), handklæði eftir sturtuna. 

Allir leikmenn mæta á sama tíma 
Skipað í liðin við mætingu

Leiktími: 12 mínútur

Liðskipan: 
Fylkir 1 : Anna Kolbrún, Erna Sólveig, Kata Vala, Daría, Ester Regína(mark), Karen, Ellen Sól.
Fylkir 2 : Sóldís Lára, Helena, Anna Lovísa, Nína, Védís, Hjördís Silja, Ester Regína(mark).

1-2 leikmenn úr fylkir 1 verða varamenn í fylkir 2 og öfugt. 

Kveðja 
Kjartan




Leikjaplan fyrir mót 6. flokk kvk þann 25.11.2012
Völlur 1
Völlur 2

12:15
HK1-Haukar 1
Selfoss 1-Fylkir 1

12:30
HK2-Haukar 3
Leiknir/ÍR2 - Fylkir 2

12:45
HK1-Selfoss 1
Haukar 1- Fylkir 1

13:00
HK2-Leiknir/ÍR 2
Fylkir 2 - Haukar 3

13:15
HK1 - Fylkir 1
Haukar 1-Selfoss 1


13:30
HK2-Haukar 3
Leiknir/ÍR2 - Fylkir 2

13:45
HK1-Selfoss 1
Haukar 1- Fylkir 1

14:00
HK2-Leiknir/ÍR 2
Fylkir 2 - Haukar 3

14:15
HK1 - Fylkir 1
Haukar 1-Selfoss 1

14:30
HK1-Haukar 1
Selfoss 1-Fylkir 1

Friday 23 November 2012

Mót í kórnum á sunnudag

Hæ stelpur

Allar upplýsingar( liðin, mæting o.fl ) um mótið koma inn á morgun eftir klukkan 16:00

Kveðja
Kjartan

Wednesday 21 November 2012

Æfing á fylkisvelli á morgun og fundur

Við mætum á fylkisvöll á morgun(fimmtudag) þar sem verður tekin létt æfing og svo fundur útaf mótinu sem við ætlum að taka þátt í á sunnudag komandi. Þar verður liðið ákveðið o.fl

Kv. Kjartan

Tuesday 20 November 2012

Fyrirhugað mót fyrir 6.flokk kvk

Sæl

Fyrirhugað er að fara á mót sem 6.flokkur kvk HK ætlar að halda í íþróttahúsinu Kórnum, sunnudaginn 25.nóvember. A og B lið leika milli 12-14:00 og C og D lið leika á milli 14-16:00. Þátttökugjald er 1000 kr og innifalið er frissi fríski og verðlaunapeningur.

Nú er spurning hversu margar stelpur sjá sér fært að mæta á mótið.
Setjið nafnið ykkar hér inn í færsluna til að láta vita hvort þið komist eða ekki.

Ákvörðun verður tekin um þátttöku á fimmtudag.

Bestu kveðjur

Kjartan

Tilkynning til foreldra frá Fylki


Tilkynning til foreldra frá Fylki

Stjórn Íþróttafélagsins Fylkis samþykkti í byrjun september að auka verulega þjónustu félagsins við iðkendur og foreldra hvað varðar frístundastrætó Fylkis.  Þessi ákvörðun var tekin á þeim forsendum að þörfin væri mikil og að þetta væri í raun nauðsynlegur hluti af starfsemi félagsins.

Strætóinn hefur gengið  alla virka daga milli kl. 14:00 og 17:00 og geta  allir iðkendur Fylkis  nýtt sér vagninn til og frá æfingum samkvæmt útgefinni dagskrá.   Þeir sem nota vagninn hafa ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir þá notkun.

Nú er haustönnin rúmlega hálfnuð og hefur þátttakan verið langt undir væntingum.  Félagið er að borga háar fjárhæðir með rekstrinum og því ekki forsvaranlegt að halda núverandi fyrirkomulagi  áfram eftir áramót miðað við óbreytt ástand.

Ekki er ljóst á þessari stundu hvers vegna foreldrar hafi ekki nýtt sé þetta úrræði betur þar sem þetta sparar þeim mikinn tíma og pening.  Með þessu bréfi viljum við hvetja foreldra til að kynna sér þessa þjónustu og athuga vel hvort þau geti ekki nýtt sé hana.

Frístundavagninn mun keyra samkvæmt núverandi áætlun fram að jólum en á eins og staðan er núna er óljóst hvernig fyrirkomulagið verður eftir áramót.  Fjölgi þeim börnum sem nýta sér vagninn fram að áramótum eru meiri líkur á því að núverandi fyrirkomulag haldist áfram eftir áramót.

Að lokum skal benda á að skráning í vagninn  fer fram á heimasíðu félagsins en allir sem nýta sér þessa þjónustu verða að vera skráðir.


Með kveðju,

Hörður Guðjónsson
Íþróttafulltrúi Fylkis /  Sports director

Thursday 15 November 2012

Takk fyrir æfinguna í dag

Það var gaman að sjá hversu margar stelpur mættu á æfingu í Egilshöll í dag :)
Þið stóðuð ykkur ofboðslega vel allar sem ein. Ég ætla að biðja ykkur um að fá pabba eða mömmu til að senda mér netfang, nafn, og síma til mín á netfangið kjarolaf@gmail.com

Kveðja

Kjartan

Wednesday 14 November 2012

Egilshöllin fimmtudaginn 15. nóvember


Hæ stelpur

Við ætlum að hittast á æfingu í Egilshöll á morgun(fimmtudag). Æfingin byrjar klukkan 17:20 og stendur til 18:25. Ég bið ykkur sem lesið bloggið að láta sem flestar stelpurnar vita af þessu, ef þær skyldu vera búnar að gleyma því að lesa bloggið hér til að kanna hvort við færum á æfingu í Egilshöll.

Sjáumst því inni á gervigrasinu í Egilshöll :)

Kv. Kjartan

Tuesday 13 November 2012

Æfing í kvöld Norðlingaskóla klukkan 18:00

Sjáumst á eftir stelpur :)

kv. Kjartan

Friday 9 November 2012

Foreldrafundur

Ég ætla að halda foreldrafund, mánudaginn 12. nóvember í fylkishöll klukkan 20:00
Því bið ég ykkur stelpur um að láta mömmu og pabba vita eða segja þeim að lesa þessa færslu hér á fylkisskvísum :) .
Það er mjög mikilvægt að sem flestir foreldrar mæti sem vilja láta sig málefni 6.fl kvk varða.

Kveðja Kjartan

Thursday 8 November 2012

Æfing í dag á fylkisvelli klukkan 16:15 og foreldrafundur í næstu viku

Hæ stelpur

Það verður æfing í dag á fylkisvelli, hún hefst þó aðeins seinna heldur en venjulega eða klukkan 16:15. Við ætlum að hreyfa okkur reglulega vel á æfingu í dag og verður hún því eingöngu SPIL. Ég held svo foreldrafund í næstu viku(líklegast á mánudagskvöld) og því mikilvægt að láta mömmu eða pabba vita. Þið fáið líka miða með heim sem þið afhendið foreldrum.

Sjáumst á æfingu í dag

Kv. Kjartan

Monday 5 November 2012

Æfing í dag 05.nóvember

Hæ stelpur

Sjáumst hressar í íþróttahúsi Árbæjarskóla í dag klukkan 16:00. Hlakka til að sjá ykkur sem flestar.

Kv. Kjartan