Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Friday 27 April 2012

Fundur fimmtudaginn 3.maí.


Foreldrar og forráðamenn stúlkna í 6. flokki kvenna.

Fimmtudaginn 3. maí ætlum við í Foreldraráði og þjálfarar að boða til fundar með foreldrum og forráðamönnum,  fundurinn verður í Fylkishöllinni (tengibygging)  kl, 20:00. og ætlum við að  ræða um:
·        Mótin sem framundan eru núna í sumar .
·        Það er ýmislegt sem við þurfum að huga að fyrir mótin.
·        Nýjir tímar á æfingum fyrir sumarið.
·        Fjáröflun fyrir flokkinn og stúlkurnar.
·        Svo væri líka bara gott að heyra frá ykkur.
·        Önnur mál.
  
Kveðja,
Foreldraráð og þjálfarar 6. fl. kvenna.

Saturday 21 April 2012

Dominos-mótið

Sæl öll

Jæja skráningin lítur ágætlega út.

Mæting á morgun kl 13:00 hjá öllum í Egilshöll

Kv
Sævar og Súsanna

Wednesday 18 April 2012

Dominos mót Fram á sunnudag

Sæl öll

Það er frí á æfingu á morgun því Norðlingaskóli er lokaður....enda sumardagurinn fyrsti.

Skráning er hafin á Dominos-mót Fram í Egilshöll næstkomandi sunnud. Mótið stendur frá klukkan 13:30-17:00 og verður svo endað á pizzuveislu

Það er ókeypis að taka þátt í mótinu.

Nú þurfa allar að skrá sig hvort þær koma eða ekki. MIKILVÆGT!

Kveðja og gleðilegt sumar

PS: Allar að fara út og æfa sig með bolta aðeins áður en við mætum í mótið :)

Sævar og Súsanna

Monday 16 April 2012

Fylkisskvísur

Sælar stelpur

Takk fyrir daginn á Valsmótinu í dag. Þið eruð flottar :)

Minnum ykkur á æfinguna í dag (mánudag) kl 15:30 á Fylkisvelli.

Það er mjög mikilvægt að þið komið allar - því við þjálfarar ætlum kenna ykkur nokkur trix til að nota í mótinu sem við erum að fara á næstu helgi í Egilshöll :)

Spurning
Þegar maður er að passa stelpu úr öðru liði - hvað er best að gera?
A. Knúsa hana og segja við hana; "Mér þykir vænt um þig"
B. Vera á milli stelpunnar og marksins sem við eigum og sjá líka hvar boltinn er?
C. Vera fyrir framan stelpuna og horfa á hana með augunum sem við höfum á hnakkanum?

Verðlaun
Sú sem svarar rétt og fyrst allra fær að velja upphitunaræfingu á æfingunni okkar í Norðlingaskóla á miðvikudaginn :)

Kær kveðja
Sævar & Súsanna

Saturday 14 April 2012

Valsmót: Dagskrá og mæting

Sæl öll

Mæting á Hlíðarenda kl 09:00 með góða skapið

Leikir: A-riðill
1.leikur kl 09:30 við Víking
2.leikur kl 10:30 við Val
3.leikur kl 11:30 við FH
Leikmenn:
Bryndís
Margrét Mirra
Freyja
Anna Kolbrún
Anna Alexandra
Birta Líf
Lilja Dís
Sigrún Ásta
Gunnur

Leikir C-riðill
1.leikur kl 09:30 við Víking
2.leikur kl 10:30 við Val
3.leikur kl 11:00 við FH
Leikmenn:
Karen
Kara
Þóra
Sól
Nína
Kata Vala
Anna Lovísa
Margrét Lóa
Elísa
Andrea


ATH ATH ATH
Klæðum okkur vel stelpur. Húfa, vettlingar, hlý yfirhöfn og svo er gott að taka með sér vatnsbrúsann og ávöxt til að narta í milli leikja

Hlökkum til að sjá ykkur í fyrramálið

Sævar og Súsanna :D

Thursday 12 April 2012

Æfingamót Vals á sunnudag

Sælar skvísur

Á sunnudaginn ætlum við að heimsækja Val á Hlíðarenda og taka þátt í litlu æfingamóti hjá þeim.

Kostnaður er 1000kr fyrir hvern þátttakanda. Innifalið í því er bolur, ís og eitthvað fleira.

Ég þarf að vita hversu margar eru að fara að mæta svo ég bið ykkur að skrifa við þessa frétt hvort þið komist eða komist ekki.

Dæmi:
Súsanna mætir
Súsanna mætir ekki

Niðurröðun á liðum og leikjaplanið ætti að liggja fyrir á laugard. En mótið stendur frá 09:00 - 12:00 á Gervigrasvellinum á Hlíðarenda.

-Þjálfarar

Wednesday 11 April 2012

Æfing í dag!

Sælar skvísur

Í dag, miðvikudag 11.apríl, er fyrsta æfing eftir páska og vonandi sjáum við sem flestar !
Vona að þið höfðuð það rosalega gott í fríinu :)
Gaman líka að sjá loksins páskasólina sem er byrjuð að skína



Sjáumst hressar í dag í Norðlingaskóla klukkan 16:00

Svo auðvitað er æfing á morgun, fimmtudag 12.apríl, sem allar ætla að mæta á líka!
Hún er í Norðlingaskóla klukkan 17:00-18:00.

kv. Þjálfarar

Monday 2 April 2012

Gleðilega páska!

Sælar stelpur

Gleðilega páska og hafið það rosalega gott um páskana.

Sjáumst svo hressar á næstu æfingu, miðvikudaginn 11.apríl :)
en þá verður fylkisskvísa mars mánaðar tilkynnt!
Sætur páskaungi

Páska spurning dagsins
Hvaða páskaegg finnst ykkur best??
Er það nói síríus, freyjuegg, góu egg eða kólus egg eða einhvað annað??

(svara í commenti hér að neðan)



Kv. Þjálfarar :)