Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Tuesday 22 October 2013

Sæl og blessuð

Við höfum stofnað facebook síðu fyrir ykkur foreldra til að auðvelda ykkur samskiptin ykkar á milli og einnig til að við getum verið fljótari að ná til ykkar þegar á þarf að halda. Framvegis koma tilkynningar bæði hér inn á bloggið, á facebook og í tölvupósti þegar við á. 

Endilega sendið vinabeiðni á "Fylkir sjötti kvenna,, og við bætum ykkur við. 

Þeir sem ekki hafa fengið tölvupóst frá okkur hafa ekki skráð stelpurnar sínar í fylki á fylkir.com, eða ekki skráð netfangið sitt þar inn með skráningunni. Við hvetjum ykkur því til að skrá stelpurnar strax!

Kveðja 
Kjartan og Óli Stígs
Æfingin í dag fer fram á Fylkisvelli klukkan 17:00 þar sem veður er fallegt og gott. 

Kveðja 
Kjartan og Óli

Friday 18 October 2013

Sælir foreldrar

Við byrjum á því að minna ykkur sem eigið eftir að greiða æfingagjöld dætra ykkar að hægt er að ganga frá greiðslu inn á fylkir.com
Það þarf að ganga frá greiðslu fyrir tímabilið 01.10-31.12.2013. 

Sú hugmynd kom upp hjá foreldrum á foreldrafundi nú á miðvikudagskvöldið að breytt yrði um æfingatíma á þriðjudögum og æfingin færð út á sparkvöllinn við fylkisvöll. Við höfum tækifæri til þess að hafa æfingu á slaginu 17:00 á sparkvellinum, í stað þess að hún fari fram í íþróttahúsi Norðlingaskóla klukkan 18:00 sem foreldrum sem og þjálfurum finnst ekki mjög vænn tími. Nú kasta ég boltanum til ykkar og spyr hvort meirihlutinn sé sammála því að færa æfinguna út og flýta henni til klukkan 17:00. 

Ath: Ef við breytum um stað og tíma þá verður Norðlingaskóli ekki í boði út veturinn

Við biðjum ykkur um að senda okkur póst ef þið viljið bæta við netföngum á póstlista 6.kvk 

Bestu kveðjur 

Kjartan og Óli Stígs

Wednesday 16 October 2013

Minnum á foreldrafund klukkan 19:00 í kvöld !

Kveðja 
Kjartan og Óli Stígs

Monday 14 October 2013

Æfing og Foreldrafundur

Sæl og blessuð

Á morgun þriðjudag fellur æfingin okkar niður í Norðlingaskóla vegna landsleiks Noregs og Íslands sem fram fer Ullevaal leikvanginum í Noregi. Við hvetjum ykkur stelpur til að horfa á leikinn með mömmu og pabba og kalla áfram Ísland. 

Leikurinn hefst klukkan 18:00 í beinni útsendingu á RÚV.



Foreldrafundur á miðvikudagskvöld

Við bjóðum foreldrum á fund með okkur þjálfurunum á miðvikudagskvöld í tengibyggingu fylkishallarinnar klukkan 19:00. Vonumst til að sjá sem flesta foreldra á fundinum. 

Kv. Kjartan og Óli Stígs

Sunday 6 October 2013

Egilshöll á morgun, mánudag

Sæl og blessuð

Við þjálfararnir viljum minna bæði foreldra og stúlkur á æfinguna okkar sem hefst á morgun í Egilshöll á morgun með upphitun klukkan 16:15. 
Við hlökkum til að sjá sem flestar stelpur á æfingu og vonumst til þess að þessi tilkynning berist til allra. 

Með fyrirfram þökk
Kjartan og Óli

Thursday 3 October 2013

Æfingar í vetur

Mánudagar í Egilshöll frá kl.16:15-17:30

Þriðjudagar í Norðlingaskóla frá kl.18:00-19:00

fimmtudagar á Fylkisvelli frá kl.14:45-15:45