Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Sunday 26 May 2013

Frábærar á Vís-móti

Frábærar stelpur sem tóku þátt í Vís-móti núna í dag. Þvílíkur dugnaður og kjarkur sem þið allar sýndu í dag. Það er mér sannur heiður að fá að þjálfa ykkur. Sjáumst hress á morgun(mánudag) klukkan 15:00

Kveðja
Kjartan

Friday 24 May 2013

Vís-mót

Vís-móti Þróttar

Liðsskipan

B-Lið
Elísa
Ester
Karen
Jóhanna Brynja
Jóhanna Karen
Nína
Sigríður
Sóldís

A-Lið
Anna Kolbrún
Bryndís
Ellen
Erna Sólveig 
Helena
Hjördís
Kata Vala
Thelma Rún

Thursday 23 May 2013

Hæ stelpur


Þá er komið að smá upplýsingum varðandi Vís-mótið, næstkomandi sunnudag. 

Við verðum með tvö lið á mótinu, eitt A-lið og eitt B-lið. 

B-liðið er það lið sem spilar fyrr um daginn(snemma morguns). Fyrsti leikur hefst klukkan 09:00 og því vil ég biðja leikmenn og foreldra þeirra að vera mætt við félagsheimili Þróttar ekki seinna en 08:30. Mótinu hjá B-liðinu ætti að vera lokið fyrir klukkan 12:00. 

A-liðið hefur leik 13:30 og vil ég því biðja leikmenn og foreldra að mæta ekki síðar en klukkan 13:00 við félagsheimili Þróttar. Mótinu ætti að vera lokið hjá A-liðum fyrir klukkan 17:00

Búnaður:Takkaskór, Legghlífar, Treyja, stuttbuxur, Vatnsbrúsi og nesti. (ath:treyjur verða til staðar hjá þjálfara ef á þarf að halda). 

Liðin koma inn á bloggið á morgun

En þessar hafa skráð sig:

Anna Kolbrún
Bryndís
Ellen
Elísa
Erna Sólveig
Ester
Helena
Hjördís
Jóhanna Brynja
Jóhanna Karen
Karen
Kata Vala
Nína
Sigríður
Sóldís
Thelma Rún

Ef nafnið þitt er ekki á þessum lista, en þú ætlar að mæta. Fáðu mömmu eða pabba til að senda mér póst á netfangið kjarolaf@gmail.com



Bestu kveðjur
Kjartan

HJÓLAFERÐ FRESTAÐ

Hjólaferðinni hefur verið frestað, því mætið þið eins og venjulega á æfingu niður á Fylkisvöll klukkan 15:00 í dag. Látið þetta berast til allra.

kv. Kjartan

Tuesday 21 May 2013

Hjólaferð fimmtudaginn 23. maí.


Ef veður leyfir munum við, í stað æfingu, fara í hjólaferð niður í Nauthólsvík. Þar munum við grilla pylsur, fara í leiki og hafa gaman. Við leggjum af stað um 16:30 og áætlum að vera komin niður í Nauthólsvík ca klst seinna. Byrjað verður að hjóla til baka ca kl 19:30.

Einungis verður farið í þessa ferð á þessum degi ef veður er þokkalegt. Því verður endanlega ákveðið á fimmtudagsmorgni hvort það verði hefðbundin æfing eða hjólaferð. VIð minnum á að allir komi vel búnir og með búnaðinn í lagi. 

Þeir sem ekki vilja hjóla getið hitt okkur niður í Nauthólsvík, en við hvetjum sem flesta foreldra og börn að hjóla með. Boðið verður uppá pylsur og svala.

Kveðja,
Foreldraráð

Monday 20 May 2013

Engin æfing í dag, annar í Hvítasunnu. En hjólaferð á fimmtudag ! ! !

Við ætlum að þjappa okkur saman fyrir mótið næstkomandi helgi og hjóla saman niður í Nauthólsvík á fimmtudaginn komandi. Við hittumst fyrir utan fylkishúsið klukkan 16:20 og leggjum af stað hjólandi klukkan 16:30. Þegar í Nauthólsvík er komið verða grillaðar pylsur og farið í skemmtilega leiki. Við hjólum svo til baka og er áætluð heimkoma í kringum klukkan 21:00. Þetta verður bara fjör. 

Kveðja 
Foreldrarnir og Kjartan

Monday 13 May 2013

Vís-mót þróttar 25 og 26.maí (skráning)

Þá er komið að fyrsta alvöru móti sumarsins. Að þessu sinni ætlum við að skunda og taka þátt í Vís-móti Þróttar sem haldið verður í Laugardalnum. Því er mikilvægt að stelpurnar skrái sig. Ég bið ykkur því að láta mig vita hvort viðkomandi iðkandi komist eða komist ekki á mótið. 

Athugið að stelpurnar spila á sunnudeginum 26.maí, ekkert leikið á laugardegi hjá 6.kvk.

kveðja 
Kjartan 

Friday 3 May 2013


Knattspyrnudeild Fylkis hefur hleypt af stokkunum söluátaki til að fjölga ársmiðahöfum hjá félaginu.  Farið var síðast í slíkt átak 1998 og eru núna aðeins um 100 ársmiðahafar hjá félaginu.  Um er að ræða góðan fjáröflunarkost þar sem sölulaun eru há og salan nýtist félaginu beint.  Þrenns konar árskort eru í boði eins og sjá má á meðfylgjandi auglýsingu.  Sölulaun verða greidd sem hér segir fyrir hverja sölu:

·         Bronskort, kr. 2.000
·         Silfurkort, kr. 3.000
·         Gullkort, kr. 4.000

Söluferlið er einfalt.  Sölufólk nær í auglýsinguna plastaða á skrifstofu Fylkis og fær pöntunarblað.  Gengið er í hús í hverfinu þar sem kortin verða boðin til sölu, nöfn, heimilisföng og sími áhugasamra er skráð niður, og er gögnum svo skilað í Fylkishöll.  Í kjölfarið mun starfsfólk Fylkishallar hafa samband við kaupendur og fá kortanúmer til að ganga frá sölunni.   Sölulaun fást þegar kominn er á staðfestur samningur og verða þau greidd í tvennu lagi, 1. júní og 1. júlí.

Thursday 2 May 2013


 


Leikmaður mánaðarins er hún Thelma Rún. Thelma hefur staðið sig afar vel á æfingum og leikjum í apríl mánuði. Við óskum Thelmu til hamingju með nafnbótina: LEIKMAÐUR APRÍL MÁNAÐAR !