Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Friday 3 May 2013


Knattspyrnudeild Fylkis hefur hleypt af stokkunum söluátaki til að fjölga ársmiðahöfum hjá félaginu.  Farið var síðast í slíkt átak 1998 og eru núna aðeins um 100 ársmiðahafar hjá félaginu.  Um er að ræða góðan fjáröflunarkost þar sem sölulaun eru há og salan nýtist félaginu beint.  Þrenns konar árskort eru í boði eins og sjá má á meðfylgjandi auglýsingu.  Sölulaun verða greidd sem hér segir fyrir hverja sölu:

·         Bronskort, kr. 2.000
·         Silfurkort, kr. 3.000
·         Gullkort, kr. 4.000

Söluferlið er einfalt.  Sölufólk nær í auglýsinguna plastaða á skrifstofu Fylkis og fær pöntunarblað.  Gengið er í hús í hverfinu þar sem kortin verða boðin til sölu, nöfn, heimilisföng og sími áhugasamra er skráð niður, og er gögnum svo skilað í Fylkishöll.  Í kjölfarið mun starfsfólk Fylkishallar hafa samband við kaupendur og fá kortanúmer til að ganga frá sölunni.   Sölulaun fást þegar kominn er á staðfestur samningur og verða þau greidd í tvennu lagi, 1. júní og 1. júlí.

No comments:

Post a Comment