Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Wednesday 29 August 2012

Breyting á æfingatímum

Sælar og blessaðar.

Æfingin á morgun verður kl 17:00

Æfum frá og með morgundeginum á mánudögum og miðvikudögum kl 17:00.

 Fylkisjakki merktur Aníta Ósk er í afgreiðslu í Fylkishöll.

Spurning
Það eru tvær eldri konur sem vinna í Fylkishöll. Hvað heita þær?

Sú sem svarar fyrst og rétt fær að velja upphitunaræfingu á æfingu á morgun (eða næstu æfingu sem sigurvegari mætir á).

Saturday 25 August 2012

Subway-mót HK

Sæl og blessuð

Leikjaplanið er hér;
http://www.hk.is/upload/15923-bcfa8f1d01c314345be11be05b758694.PDF


7 stelpur staðfestar - fáum mögulega einhvern lánsmann til að þið getið fengið að fara aðeins útaf og anda :D Annars þá er lúxusinn náttúrulega sá að þið fáið allar að spila alveg helling.

Mæting kl 09:00 í Fagralund í Kópavogi (Félagsheimili HK)

Þetta er góð leið frá Selásnum :)
http://ja.is/kort/#x=362195&y=403481&z=7&from=sel%C3%A1sbraut&to=Furugrund%2083%2C%20200%20K%C3%B3pavogi

Sjáumst öll hress og kát....og áfram Fylkir!!

Sævar og Súsanna

Thursday 23 August 2012

Skráning Fossvogsmót

Sæl öll

Fossvogsmótið verður á sunnudag frá sirka 10:00 - 13:00/14:00 (síðasta lagi). Er þetta gott tækifæri fyrir þær stúlkur sem ekki eru að fara að spila í Hnátumótinu til að spila.

Kostnaður 2000 krónur á iðkanda. Veitingar í lok móts. Milli leikja gefst stúlkunum tækifæri á að spreyta sig í knattþrautum af ýmsu tagi og allir fá þátttökuviðurkenningu

Skráning fer rólega afstað - svo við biðjum foreldra að hafa samband í gegnum póst saevarolafs@gmail.com eða beint í gegnum síma 698-7509. Skráning lokar í kvöld á miðnætti.

Erum með 1 lið skráð til leiks.

--------------------------------------------------------------

Hnátumót KSÍ
1 lau. 25. ágú. 12 12:40 Grindavík - Fylkir Víkingsvöllur
 
2 lau. 25. ágú. 12 12:40 Breiðablik - ÍA Víkingsvöllur
 
3 lau. 25. ágú. 12 14:00 ÍA - Fylkir Víkingsvöllur
 
4 lau. 25. ágú. 12 14:00 Breiðablik - Grindavík Víkingsvöllur
 
5 sun. 26. ágú. 12 11:20 Grindavík - ÍA Víkingsvöllur
 
6 sun. 26. ágú. 12 11:20 Fylkir - Breiðablik Víkingsvöllur
 

A-lið
Mæting laugardagur 12:00 á Víkingsvöll
Mæting sunnudagur: 10:40 á Víkingsvöll
Leikmenn:
Vigdís, Anna Alexandra, Ída, Freyja, Gunnur, Anna Kolbrún, Birta Líf og Bryndís

Kveðja
Sævar og Súsanna

Friday 17 August 2012

Hnátumót - Fossvogsmót - Dósasöfnun

Sæl öll

Hnátumót
Helgina 25-26 ágúst er Hnátumót KSÍ á Víkingsvelli. A-lið er að fara að keppa þar.

Fossvogsmót HK
Sömu helgi er Fossvogsmót HK og ætlum við að bjóða þeim iðkendum sem ekki koma til með að keppa í Hnátumótinu að skrá sig í Fossvogsmótið. Kostnaður við það er 1500-2000 krónur á iðkanda.
Skráning berist á; saevarolafs@gmail.com

Dósasöfnun 22.ágúst
Það vantar pening í sameiginlega sjóðinn okkar svo ekki þurfi að koma bakreikningur í lok sumars.

Við í foreldraráðinu ætlum því að taka við dósum og flöskum á miðvikudaginn 22 ágúst í andyri Fylkishallar frá 17.00-17.30.
Væri frábært að fá þetta flokkað og talið í lokuðum pokum og við förum svo með þetta niður í sorpu strax eftir móttöku.
(Það er ótrúlegt hvað felast mikil verðmæti í svona drasli)
Vonum að allir sjái sér fært að leggja í púkkið.

Kveðja
Foreldraráð, Sævar og Súsanna

Tuesday 14 August 2012

Landsleikur: Ísland - Færeyjar

Sæl öll

KSÍ hefur ákveðið bjóða yngri flokkum og forráðamönnum flokka (3. flokkur og yngri) allra aðildarfélaga miða á vináttulandsleik Íslands og Færeyja sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 15. ágúst og hefst kl. 19:45.

ÁFRAM ÍSLAND!
Stefnan er að fjölmenna á leikinn. Þurfum við að vita helst í dag hveru margar hafa hug á að koma með svo við getum sótt þann fjölda miða sem ætlar að fara á leikinn.

Vinsamlegast skiljið eftir skilaboð hér á síðunni eða sendið á saevarolafs@gmail.com og skiljið eftir nafnið ykkar :)

Einnig auglýsum við eftir foreldrum sem væru til í að taka að sér að ferja stúlkurnar niður á Laugardalsvöll. Vinsamlegast hafið samband við foreldraráð ef þið hafið tök á að skutlast.

Kveðja
Þjálfarar og Foreldrarráð 6.flokks kvenna

Monday 13 August 2012

Frí í dag (mán). Næsta æfing á miðvikud.

Sæl öll

Minnum á að í dag er frí

Næsta æfing er á miðvikudag kl 16:00 á Fylkisvelli

Sjáumst öll hress og kát

Að lokum viljum við þjálfarar koma áleiðis þökkum til ykkar allra fyrir vel heppnað Pæjumót á Siglufirði. Fannst okkur alveg hreint æðislegt hversu vel þetta allt gekk og voru Fylkisskvísur í 6.flokki svo sannarlega Fylki til fyrirmyndar innan vallar sem utan. Vonum við svo sannarlega að þið hafið öll haft gaman af helginni og notið hennar.

Kveðja
Sævar og Súsanna

Thursday 9 August 2012

Tjaldsvæðið

Sæl öll
 
Nokkrir eru komnir á tjaldstæðið og var tjaldað á stóru torgi við hliðina á löggustöðinni og Olís er fyrir aftan okkur. (ská á móti samastað og í fyrra).
 
Búið er að setja upp Fylkisfánann og er stæðið þannig merkt okkur.
 
Hlökkum til að sjá ykkur :)
 
Hlítt og sól en svoldið rok.
 
Kv,Foreldraráð

Wednesday 8 August 2012

Smá breytingar og liðsskipan



Sæl öll.

Smá breytingar, stelpurnar munu ekki gista í skólanum eins og ég hafði fengið uppgefið síðast.
Heldur munu þær gista í Kiwanis-húsi, það er alveg miðsvæðis og stendur við Aðalgötu, hér er finnið þið leiðina.

Kv,Foreldraráð.
-------------------------------------------------------------------------------------------

Liðsskipan fyrir Pæjumótið - bið ykkur að afsaka seinaganginn á þessu

19 hressar stúlkur skráðar til leiks. 

C-lið
Katrín María
Helena (7.fl)
Jóhanna Brynja
Anna Lovísa
Elísa Sól
Ellen
Kata Vala (7.fl)
Sigrún Arna
Elísabet Tinna
Erna (7.fl)

A-lið
Gunnur
Birta Líf
Freyja
Ída
Bryndís
Lilja Dís
Anna Kolbrún
Vigdís
Anna Alexandra

Virkilega flottur hópur þarna á ferð og vonum við að stuð og stemmning eigi eftir að einkenna andrúmsloftið þessa Pæjumótshelgi.

Áfram Fylkir :)

Kv
Sævar og Súsanna



Tuesday 7 August 2012



Kæru foreldrar og forráðamenn.

·  Pæjumótið hefst föstudagsmorguninn 10. ágúst kl. 8:00 og verða þá allir keppendur að vera mættir þá (margir ætla að mæta seinniparts fimmtudags)
·  Fylkir stefnir að því að vera á tjaldstæði við Gránugötu, sem er miðsvæðis og ekki langt frá skólanum, tjaldsvæðið ætlum við að merkja með Fylkisfánanum. Svo þið leytið bara fánann uppi  :)
·  Stelpurnar munu gista í Grunnskólanum við Norðurgötu.
·  Foreldrafundur verður á fimmtudagskvöldinu kl, 21:00 í skólanum, mótsgögn afhent, eftir hann munum við koma stelpunum fyrir í sinni gistiaðstöðu.
·  Upplýsingar um liðstjóra vaktir verða gefna upp á foreldrafundi.
·  Leikjaniðurröðun mun liggja fyrir á fundinum
·  Restin af mótsgjaldinu 5.000 kr. greiðist á fimmtudagskvöldið vinsamlegast hafið peninga við hendina. (erum ekki með posa)
·  Þeir foreldrar sem gista í skólanum taka sjálfkrafa að sér vakt á næturnar.
·  Fylkir er með tvö lið.
·  Tjaldsvæðin á Siglufirði eru í umsjá Sveitarfélagsins og þar af leiðandi eru þau ekki innifalin í mótsgjaldi þátttakenda. 
·  Við munum reyna að setja strax inn á bloggið, ef einhverjar breytingar verða áður en mótið hefst.

Gátlisti
1.     Bakpoki til að hafa undir fótboltaskóna, legghlífar og vatnsbrúsa.
2.     Fylkiskeppnis búninginn
3.     Stuttbuxur
4.     Keppnistreyja (ef þær eiga, þjálfarar verða með einhverjar treyjur ef vantar)
5.     Sokkar (gott að vera með aukapör)
6.     Legghlífar
7.     Fótboltaskór
8.     Dýna og lak
9.     Sæng /svefnpoki/koddi
10.  Tannbursti og tannkrem
11.  Hárbursti
12.  Bók til að lesa í á kvöldin, bangsa, spilastokk eða annað afþreyingarefni til að stytta sér stundir
13.  Hlý föt undir keppnisgallann (ef kalt verður í veðri)
14.  Íþróttagalli/utan yfirgalli 
15.  Hlý útiföt
16.  Náttföt
17.  Sundföt
18.  Handklæði

Ef einhverjar spurningar vakna þá vinsamlegast hafið samband.

Kv,Foreldraráð og þjálfarar.

Wednesday 1 August 2012

Æfingar næstu daga

Sæl öll


Núna er verslunarmannahelgina að ganga í garð


Æfinar verða sem hér segir


Miðvikud 1.ágúst - Fylkisvöllur kl 16:00
Þriðjud 7.ágúst - Fylkisvöllur 16:00
Miðvikud 8.ágúst - Fylkisvöllur 16:00
Pæjumót á Siglufirði (9-12.ágúst)


Bendi annars á planið hér til hægri fyrir frekari upplýsingar um æfingaáætlun í Ágúst.


Kveðja
Þjálfarar