Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Wednesday 30 May 2012

Skallagrímsmót (lokaskráning)

Sæl öllsömul


Skallagrímsmót í Borgarnesi laugardag 2.júní
Mótið er dagsmót og er kostnaður 3500 krónur fyrir hvern þátttakanda. 
Nánari upplýsingar um mótið: Skallagrímsmótið

Þessar eru skráðar til leiks eins og staðan er í dag:
Aníta Ósk, Anna Alexandra, Ellen Sól, Bryndís, Karen, Anna Lovísa, Freyja, Sól Dögg, Elísa. Nína, Vigdís og Jóhanna Brynja

(Ef einhverjar hafa nú þegar skráð sig en eru ekki á þessum lista á biðst ég forláts á því)

Erum með 2 lið skráð til leiks. Margar sem hafa hvorki látið vita hvort þær hyggjast mæta eða ekki. Fyrir okkur þjálfara og foreldraráð sem sjáum um skipulag væri afar vel þegið ef þið gætuð svarað af eða á með þetta mót. Hægt er að láta vita hér í commentum fyrir neðan, gegnum síma 698-7509 (Sævar) eða í gegnum tölvupóst: saevarolafs@gmail.com 

Vinsamlegast skráið barn ykkar hér fyrir neðan í "comments"
Dæmi#1: Súsanna mætir á Skallagrímsmótið - kveðja Helgi pabbi Súsönnu
Dæmi#2: Súsanna mætir ekki á Skallagrímsmótið - kveðja Helgi pabbi Súsönnu

KV
SÆVAR




Sunday 27 May 2012

Frí á æfingu á morgun (mánudag)

Hæhæ

Tökum okkur frí á æfingu á mánudag.

Sjáumst svo hress og kát á miðvikudag kl 15:30 á Fylkisvelli. 

Það getur vel verið að það komi leynigestur á svæðið :)

Sævar og Súsanna

Saturday 26 May 2012

Mæting á morgun

Sælar Fylkisskvísur


Mæting er kl 08:00 (síðasta lagi) fyrir utan félagsheimili Þróttar í Laugardal.  Lagt verður afstað á keppnisvelli kl 08:10 svo það er mikilvægt að þið séuð allar mættar þá :)


Félagsheimili Þróttar stendur við Gervigrasvöllinn í Laugardal - ofaná því er risastórt "ÞRÓTTUR" skilti.


Það kostar 2.000 krónur að taka þátt á mótinu fyrir hverja og eina stúlku, sem greiðist um morguninn hjá gjaldkera.


Sjáumst hress og kát öllsömul.

A-lið:
Vigdís
Freyja
Gunnur
Anna Alexandra
Anna Kolbrún

Bryndís
Anna Lovísa


C-lið
Karen
Nína
Ester
Katrín
Jóhanna
Aníta
Sól Dögg



Svo munu mjög líklega 2 stelpur úr 7.flokki vera með okkur.


Kveðja og sjáumst hress á morgun - þetta verður fjör :)


ÁFRAM FYLKIR!

Wednesday 23 May 2012


Fjáröflun
 6 flokkur kvenna.

Nú er komið að sameiginlegri fjáröflun fyrir 5 og 6 flokk kvenna.  Búið er að senda upplýsingaskjal um fjáröflunina til allra foreldra í tölvupósti.  Þeir sem hafa ekki fengið póstinn sendan vinsamlegast hafið samband við foreldraráðið.

Kv,Foreldraráðið.

VÍS-mót: Skáning, síðasti séns!

Sæl öll

Síðasti séns að skrá sig til leiks á VÍS-mótið. Allar upplýsingar um mótið og einnig er tekið við skráningum á Skallagrímsmótið sem er laugardaginn 2.júní í sumarblíðu í Borgarnesi.

VÍS-mót Þróttar sunnudag 27.maí (ath hvítasunnuhelgi)
Mótið er dagsmót og er kostnaður 2000 krónur fyrir þátttöku. Allar velkomnar að sjálfsögðu.
Nánari upplýsingar um móitið: VÍS-mótið
Vinsamlegast skráið hér fyrir neðan í "comments"
Dæmi: Súsanna mætir á VÍS-mótið - kveðja Helgi pabbi Súsönnu
Dæmi: Súsanna mætir ekki á VÍS-mótið - kveðja Helgi pabbi Súsönnu
Skallagrímsmót í Borgarnesi laugardag 2.júní (leiðrétt)
Mótið er dagsmót og er kostnaður 3500 krónur fyrir hvern þátttakanda. 
Nánari upplýsingar um mótið: Skallagrímsmótið
Vinsamlegast skráið barn ykkar hér fyrir neðan í "comments"
Dæmi: Súsanna mætir á Skallagrímsmótið - kveðja Helgi pabbi Súsönnu
Dæmi: Súsanna mætir ekki á Skallagrímsmótið - kveðja Helgi pabbi Súsönnu

Leikjaniðurröðun
A-lið
08:30 Fylkir - Valur Gervigras 3
09:00 Fylkir - Víkingur Gervigras 4
10:00 Fylkir - Þróttur Gervigras 3
10:30 Fylkir - Haukar Gervigras 4
-Úrslitakeppni/Spilað um sæti-
 
C-lið
08:30 Fylkir - Keflavík Suðurlandsbraut (völlur 2)
09:00 Fylkir - Álftanes Suðurlandsbraut (völlur 2)
09:30 Fylkir - Álftanes Suðurlandsbraut (völlur 3)
10:00 Fylkir - Þróttur Suðurlandsbraut (völlur 1)
10:30 Fylkir - Valur Suðurlandsbraut (völlur 2) 
-Úrslitakeppni/Spilað um sæti-

Monday 21 May 2012


Komið þið sæl.

Næst komandi miðvikudag 23. maí ætlum við að hafa smá sumargleði með stelpunum eftir æfingu.
Við ætlum að fara með þeim í ratleik og grilla handa þeim að honum loknum.

Þetta hefst allt strax eftir á æfingu á miðvikudaginn  kl, 16:30 og væntanlega lokið um kl, 18:00.



Við viljum láta ykkur foreldra sem pöntuðu fatnað vita að við höfum fengið hann afhentan og treyjunnar verða merktar 
með auglýsingum (náðum að selja 3. auglýsingar) áður en þær verð afhentar.
Mælt er með því að anarokkarnir verði merktir nafni,  þeir sem vilja ekki láta merkja með nafni láti okkur vita strax.



Þær stelpur sem ekki pöntuðu en ætla að vera með á mótunum í sumar þurfa að fara upp í BROS máta stærðir á anarokknum og panta, en síðan verða allir anarokkarnir afhentir á sama tíma.


Kv, Foreldraráð


Friday 11 May 2012

Æfingaleikur á sunnudag

Sælar Fylkisskvísur í 6.flokki

Á sunnudaginn ætlum við að heimsækja Gróttustelpur á Seltjarnanesið

Ætlum að spila með 2 lið og spilar hvert lið 2 leiki. 2x15mín eða 2x12mín.

Mæting hjá öllum kl 10:30 (stundvíslega).

Hverjar mæta?
Skrá sig hér í kommenti eða með sms í síma 698-7509

Sjáumst á æfingu á eftir kl 15:30 á Fylkisvelli

Sævar og Súsanna

Thursday 10 May 2012

Fylkisskvísur - Apríl

Hæhæ stelpur

Ótrúlega flott mæting í dag. 19 stykki á æfingu í sól og blíðu - Flottar :)

Fylkisskvísur Mánaðarins voru útnefndar
Freyja var Fylkisskvísa mánaðarins (eldra ár)
Karen var Fylkisskvísa mánaðarins (yngra ár)

Vel gert hjá þessum...
Fá þær viðurkenningarskjölin sín og mynd af sér á föstudag.

Það voru margar með mjög flotta mætingu. Einhverjar voru duglegar að safna mínusum fyrir að mæta of seint. Sumar gleymdu líka að hlusta, taka eftir og gera æfingarnar vel.

Þá er betra að safna plúsum með því að vera hjálplegar, hrósa, brosa og vera duglegar í því sem við gerum á æfingum :)

Það eiga allar að stefna að vera Fylkisskvísa mánaðarins og það góða við þetta er að nú er kominn nýr mánuður og allar byrja á núlli

Hlökkum til að sjá ykkur á föstudaginn kl 15:30

PS: Við ætlum að heimsækja Seltjarnarnes á sunnudag og spila við Gróttu og mögulega 1-2 lið í viðbót æfingaleiki. Frekari upplýsingar um það koma hingað inn síðar í dag og þá megiði endilega skrá ykkur.

Kveðja
Sævar og Súsanna

Saturday 5 May 2012

Fylkisstelpur og foreldrar.

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Miðvikudaginn 9. Maí ætlum við að fara í smá göngu saman, stelpurnar, foreldrar og systkyni.
Við ætlum að ganga Úlfarsfellið,  tökum með okkur létt nesti og drykkjarföng sem við ætlum svo
að snæða saman í lok  göngunnar. 
Þetta er góð  leið til að efna liðsandann og  gott tækifæri  fyrir okkur öll að hittast.  

Staður og stund:
Úlfarsfell kl, 18:00,  hittumst við Skóræktina við Vesturlandsveg, klæðum okkur eftir veðri
og munum eftir nestinu, góða skapinu
 og auðvitað byðjum við um sól  :)

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Kveðja,  Foreldraráðið.


Friday 4 May 2012

Svör óskast

Sæl öll

Hér að neðan viljum við biðja ykkur að skrá ykkur á eftirfarandi mót.


VÍS-mót Þróttar sunnudag 27.maí (ath hvítasunnuhelgi)
Mótið er dagsmót og er kostnaður 2000 krónur fyrir þátttöku. Allar velkomnar að sjálfsögðu.
Nánari upplýsingar um móitið: VÍS-mótið

Vinsamlegast skráið hér fyrir neðan í "comments"
Dæmi: Súsanna mætir á VÍS-mótið - kveðja Helgi pabbi Súsönnu
Dæmi: Súsanna mætir ekki á VÍS-mótið - kveðja Helgi pabbi Súsönnu

Skallagrímsmót í Borgarnesi sunnudag 3.júní
Mótið er dagsmót og er kostnaður 3500 krónur fyrir hvern þátttakanda. 
Nánari upplýsingar um mótið: Skallagrímsmótið

Vinsamlegast skráið barn ykkar hér fyrir neðan í "comments"
Dæmi: Súsanna mætir á Skallagrímsmótið - kveðja Helgi pabbi Súsönnu
Dæmi: Súsanna mætir ekki á Skallagrímsmótið - kveðja Helgi pabbi Súsönnu

Mikilvægt
Mjög mikilvægt er að við fáum ákveðin svör um þessi mót svo við getum raðað niður liðum tímanlega og eins séð hvort við erum að áætla réttan liðafjölda. Hvetjum við ykkur því öll til að gefa svör með þessi tvö mót eins fljótt og þið mögulega getið. Takk

Ef einhverjar spurningar vakna þá er síminn alltaf opinn 698-7509 (Sævar)

Bestu kveðjur
Sævar og Súsanna

Wednesday 2 May 2012

Æfingatímar út maí

Sælar dömur

Nú ætlum við að færa okkur út og breytast því æfingatímarnir okkar aðeins

Æfingatímarnir eru þessir:

Mánudagar kl 15:30 - 16:30 á Fylkisvelli
Miðvikudagar kl 15:30 - 16:30 á Fylkisvelli
Föstudagar kl 15:30 - 16:30 á Fylkisvelli

Munið að klæða ykkur eftir veðri stelpur - þótt að sólin sé farin að sýna sig getur samt verið kalt :)

Allar að skrifa niður æfingatímana og hengja upp fyrir ofan rúmið sitt :)

Kv
Þjálfarar