Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Thursday 29 March 2012

Páskar og fl

Hæhæ stelpur

Jæja núna eru páskarnir á næsta leiti og það þýðir bara eitt, þá fær maður sér páskaegg ;)
Seinasta æfing fyrir páska er mánudaginn 2.apríl.
Fyrsta æfing eftir páska verður svo miðvikudaginn 11.apríl.

Hér kemur dagskrá næstu daga

Mánudagur 2.apríl
Æfing kl.15:30-16:45
Fylkisvöllur

Miðvikudagur 4.apríl
FRÍ

Fimmtudagur 5.apríl
FRÍ

Mánudagur 9.apríl
FRÍ

Miðvikudagur 11.apríl
Æfing kl.16:00-17:00
Norðlingaskóli

Fimmtudagur 12.apríl
Æfing kl.17:00-18:00
Norðlingaskóli

Það var gaman að sjá í dag hversu margar mættu og vonum við að við sjáum ykkur allar aftur eftir páska! :)
Hverri langar ekki í svona stórt páskaegg?? namm..

Sjáumst svo hressar á mánudaginn og eigiði góða helgi :)

kv. Þjálfarar


Monday 26 March 2012

Mánudagur og Miðvikudagur

Sæl öll

Fótbolti + Hundur = Þessi hundur
Það er ansi hvasst í dag og á víst bara að hvessa meira. Við ætlum samt að taka stöðuna og sjá hvort við getum farið útá völl. Ef það verður ekki hægt að æfa vegna veðurs og vinda á Fylkisvellinum í dag þá förum við inní Tengibyggingu og gerum eitthvað skemmtilegt

Á miðvikudag er Norðlingaskóli lokaður og ætlum við því í staðinn að æfa á Fylkisvelli kl 15:30 - 16:30 á Sparkvellinum.

Kveðja
Sævar og Súsanna

Saturday 24 March 2012

Fjáröflun!



Muna.............að skila
ekki seinna en á morgun sunnudag 25. mars kl, 20:00.




Kv, Foreldraráð

Wednesday 21 March 2012

Stelpur í 6.flokk allar að lesa takk

Sælar stelpur

Þið voruð flottar í dag.....en það eru nokkrir hlutir sem við þjálfarar ætlumst til að þið farið eftir:

1. Gefa hljóð fyrir leiki og í hálfleik 
Það er vonlaust fyrir okkur að tala við ykkur þegar þið eruð allar að tala ofaní hver aðra

2. Hlusta og horfa
Þegar við tölum við ykkur fyrir leiki og í hálfleik þá á að hlusta og horfa á þann sem er að tala

3. Það virkar ekki að suða
Það er þjálfarinn sem ræður hverjar spila í hvaða stöðu - það er ekki að virka að suða. Þið eigið að sjálfsögðu bara að vera sáttar við að spila og leggja ykkur alltaf fram sama hvaða stöðu þið eruð í.

Næsta æfing er á morgun í Norðlingaskóla kl 17:00 og svo fáum við líklega æfingaleik í næstu viku....það kemur hingað inná síðuna.

Kveðja
Sævar og Súsanna

Tuesday 20 March 2012

Æfingaleikur við Fram (loksins loksins)

Jæja stelpur, þá styttist í æfingaleikinn við Framstelpur á miðvikud.

Allar að mæta kl 17:00 í Félagsheimili Fram við Úlfarsfell.

Stefnum á að spila þrjá leiki. Vonandi sjáum við eitthvað af nýju stelpunum mæta til leiks :)

Það er gott að hafa þetta með sér:
Hlý föt
Húfa og vettlingar
Legghlífar
Fótboltaskór
Fylkistreyjuna (erum með nokkrar til að lána)
Hárteygjur
Vatnsbrúsa

Kv
Sævar og Súsanna

Monday 19 March 2012

Fjáröflun að hefjast.

Komið þið sæl kæru foreldrar.

Þá er fjáröflunin að hefjast hjá stelpunum. Allir foreldrar sem við vitum um og erum með póstfangið (email) hjá hafa fengið sendar upplýsingar um fjáröflunina. Skila þarf inn pöntunum í síðasta lagi sunnudaginn 25. mars 2012 ekki seinna en klukkan 20:00 á póstafangið disagbh@gmail.com Vörurnar verða svo afhentar upp í Fylkishöll fimmtudaginn 29. mars milli kl, 17:00 -17:30, greiða þarf við afhendingu.Við ætlum að vera í samfloti með 5. flokki í fjáröflun.

Þetta eru mótin sem við erum að hefja fjáröflun fyrir:

Vís-mót Þróttar Laugardalur

26.-27. maí. 2012.

Bónusmót Skallgríms Borgarnesi

2.-3. júní 2012.

Símamótið Kópavogur

12. - 15. júlí 2012.

Pæjumótið Siglufirði

10. - 12. ágúst 2012.

Atlantismótið Mosfellsbær

18. - 19. ágúst 2012.

Við munum síðan senda ykkur frekari upplýsingar seinna um mótin.

Endilega hafið samband ef eitthvað er óljóst eða spurningar vakna.

Ef það eruð foreldrar sem eru ekki að fá tölvupóst frá okkur í Foreldraráði endilega setjið ykkur í samband við eitthvert okkar svo við getum bætt ykkur á póstlistan.

Bestu kveðjur Foreldraráð 6. flokks.

Wednesday 14 March 2012

BUR fatnaður.

Kæru foreldrar.

Mánudaginn 19. mars fer fram mátun á fatnaði sem BUR verður með í sölu fyrir Fylki.

BUR flíkin í ár er svartur Hummel anarokkur, einnig verður til sölu appelsínugulur stuttermabolur og svartar Hummel hnébuxur, allt með merki Fylkis.

Vonast er eftir því að allir iðkendur geti klæðst anarokknum á mótum í sumar.

Verð á fatnaði er:

Hummel anarokkur/vindjakki með Fylkismerki

kr. 4.450-

Appelsínugulur stuttermabolur með Fylkismerki

kr. 500-

Hummel hnébuxur með Fylkismerki

kr. 3.900-

Mátunin fer fram inni í Fylkishöllinni mánudaginn 19. mars strax eftir æfingu hjá stelpunum.

Þar munum við í foreldraráði taka á móti pöntunum og geta stelpurnar mátað fatnaðinn þar.


Kærar kveðjur,

Foreldraráð 6.fl Fylkis.

Sunday 11 March 2012

Sælar Fylkisskvísur

Þið voruð allar sem ein æðislegar í dag í æfingaleiknum. Þið eruð að  bæta ykkur alveg heilan helling. Nú er bara að halda áfram að leggja sig fram :)

Æfingaleikurinn gegn Fram á miðvikudag færist (enn eina ferðina) og stefnum við á 21.mars (miðvikud) sem er jú enn ein vikufrestun. Ástæðan er sú að einhverjir frestaðir leikir voru settir á á þessum tíma.

Svo er stefnan sett á einn æfingaleik í viðbót áður en mánuðurinn er búinn.

Minni ykkur á að kjósa rétt í skoðanakönnuninni (Liverpool) hehehe

Kv
Sævar og Súsanna

Thursday 8 March 2012

Æfingamót í Egilshöll á sunnudag

ÍR-ingar ætla að bjóða okkur, Gróttu og Álftanesi að spila í æfingamóti á sunnudaginn 11.mars. Við stefnum á að mæta með 2 lið til leiks :) Bara fjör

Spilað verður frá kl 16:00 - 18:00

Mæting hjá stelpum úr 6.flokki kl 15:40 (stundvíslega). Búningar verða á staðnum.

Muna eftir:
  • Fótboltaskóm
  • Legghlífum
  • Vatnsbrúsa
  • Teygjum í hárið
  • Góða skapið

Látið vita hér á blogginu hvort þið komið eða komið ekki

Kveðja
Sævar og Súsanna

Fylkisskvísa Febrúar: Anna Kolbrún

Anna Kolbrún stóð sig svo sannarlega eins og hetja í febrúar. Mætti mjög vel á æfingar, lagði sig fram á æfingum, var jákvæð, hlustaði á leiðbeiningar þjálfara og tók svo sannarlega framförum

Við þjálfarar vonum að Anna Kolbrún og þið allar leggið ykkur jafn mikið fram í Mars-mánuði :)

Til hamingju Anna Kolbrún. Til hamingju Fylkir og til hamingju Liverpool

Anna Kolbrún Ólafdóttir - Fylkisskvísa Febrúar




Tuesday 6 March 2012

Æfingaleikur - FRESTAST til 14.mars!

Það staðfestist hér með að æfingaleikurinn við Fram sem átti að vera á morgun frestast um viku. Spilum miðvikudaginn 14.mars á sama tíma. 

Hundfúlt :(

Tökum samt æfingu í Norðlingaskóla kl 16:00 - 17:00 og vonumst við til að sjá ykkur allar fjölmenna þangað.

Krýnum Fylkisskvísu mánaðarins

Stelpur úr 7.flokk sem áttu að spila eru velkomnar að mæta ef þær vilja

Kveðja
Sævar og Súsanna

Sunday 4 March 2012

Æfingaleikur við Fram

Sæl öll

Muna að láta vita stelpur
Jæja við ætlum að gera tilraun tvö á æfingaleik við Framstelpur.

Leikið verður frá 17:30 - 19:00 á Gervigrasvelli Fram á miðvikudaginn næsta (7.mars). Fyrsti hópur sem spilar myndi mæta kl 17:00. Hópur 2 myndi svo mæta hálftíma síðar eða 17:30. Framstelpur eru með 3 lið svo einhverjar koma til með að spila tvo leiki.

Láta þjálfara vita - Mikilvægt

Stelpurnar fá miða með sér heim á morgun. Við þjálfarar biðjum ykkur að tilkynna komu eftir æfinguna á morgun svo það sé hægt að raða þeim sem mæta niður í lið. Ef það tekst ekki þá er ekki annað í stöðunni en að láta allar mæta á sama tíma með tilheyrandi bið (mögulega)

Sjáumst hress á morgun og svarið við spurningunni hérna í síðustu frétt er Jón Páll Pálmasson og var það Vigdís Helga sem svaraði því rétt - glæsilegt :)

Kveðja
Sævar og Súsanna