Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Sunday 23 December 2012

GLEÐILEGA HÁTIÐ

Vildi óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Takk fyrir samveruna á þessu hausti og vonandi verða stundirnar okkar saman ennþá ánægjulegri á næsta ári með æfingum og leikjum :) . Njótið þess að vera í fríi og sjáumst kát og hress á æfingu 7.janúar 2013

Jólakveðjur
Kjartan Ólafsson

Wednesday 19 December 2012

Æfing í Egilshöll fimmtudaginn 20.des

Hæ stelpur og takk fyrir keiluna í gær

Við ætlum að æfa saman í Egilshöll á morgun, fimmtudag. Æfingin hefst klukkan 17:20 og bið ég ykkur um að mæta tímanlega. Sjáumst hress og kát

Kv. Kjartan Þjálfari (keilukóngur)

Friday 14 December 2012

Keiluferð 18. desember í Egilshöll

Sælar stelpur

Þann 18. desember (næsta þriðjudag) ætlum við að sleppa æfingu en fara í staðin í Keiluhöllina í Egilshöll. Kostnaður við keiluna er 1.000 kr. og munum við spila frá 18:00 - 19:00.

Mæting yrði þá 17:45 þannig að allar fái skó og séu klárar í keiluna á réttum tíma.

Við viljum biðja ykkur um að skrá ykkur hér á blogginu fyrir mánudagskvöld þannig að við getum staðfest fjöldan við Keiluhöllina.

Við vonum að sjálfsögðu til að sjá ykkur sem flestar stelpur þannig að þetta verði sem skemmtilegast.

kv. Foreldraráð.

Tuesday 11 December 2012

Æfing í Egilshöll á fimmtudag 13.desember

Hæ stelpur

Við ætlum að æfa í Egilshöll á fimmtudag. Æfingin hefst klukkan 17:20 og er búin 18:20

Látið mömmu og pabba vita og látið þau líka senda mér póst á kjarolaf@gmail.com þar sem kemur fram nafn og símanúmer. Það eru nokkrir foreldrar búnir að senda, en það vantar að fleiri foreldrar sendi netföng til mín.

Kv. Kjartan

Wednesday 5 December 2012

Æfing á fylkisvelli á morgun klukkan 16:00-16:45

Æfing á fylkisvelli á morgun klukkan 16:00-16:45

Hvet ykkur til að fara svo í Fylkisbíó :) (sjá eldri bloggfærslu)

Monday 3 December 2012

Kæra Fylkisfólk, Þá er komið að því að hrista okkur öll saman á aðventunni og skapa jólastemningu í Egilshöllinni á fimmtudag kl. 17.50 (6.des) með JÓLABÍÓI FYLKIS, þar sem við forsýnum nýju jóla-teiknimyndina "Goðsagnirnar Fimm" í 3 Vídd og með íslensku tali – sjá meðfylgjandi auglýsingu. Hér er á ferðinni bráðskemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna, frá þeim sömu og færðu okkur myndirnar um "Shrek", "Kung Fu Panda" og "Madagascar" (Dreamworks Animation). Allur ágóði sýningarinnar rennur til knattspyrnudeildar Fylkis og mun nýtast vel við rekstur yngri flokka félagsins. Miðaverð er 1.200 kr. Farið inn á þennan hlekk, Jólabíó Fylkisskráið nafn, síma, og fjölda miða. Athugið, 200 miðar eru í sölu og ef vel gengur að selja á mánudag og þriðjudag verður bætt við 80-90 miðum. FYRSTIR KOMA, FYRSTIR FÁ. Afhending miða verður í Egilshöll frá kl 17. MÆTIÐ VEL TÍMANLEGA A.M.K. 30 MÍN. FYRIR SÝNINGU Í EGILSHÖLL OG KOMIÐ HELST MEÐ RÉTTA FJÁRHÆÐ Í REIÐUFÉ TIL AÐ FORÐAST RAÐIR! Sjáumst öll hress og kát á fimmtudaginn, og munið eftir þrívíddargleraugunum. Áfram Fylkir!