Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Monday 18 November 2013

Æfingin í Norðlingaskóla fellur niður á morgun, þriðjudag.

Sæl og blessuð

Þar sem íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn mikilvægasta leik frá upphafi höfum við þjálfararnir ákveðið að gefa frí og leyfa iðkendum 6.kvenna að hafa það náðugt í faðmi foreldra yfir leiknum á morgun, þriðjudag. Látið þetta endilega berast áfram

Kveðja Kjartan og Óli

Saturday 9 November 2013

Frábærar stelpur á Keflavíkurmóti

Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir ykkar framlag í dag. Bæði liðin stóðu sig ofboðslega vel og hver og ein lagði sig 101 % fram fyrir liðið sitt. Við þjálfararnir erum rosalega ánægðir með ykkur allar. 
Sjáumst hress og kát í Egilshöll á mánudag klukkan 16:15

Kveðja 
Kjartan og Óli

Thursday 7 November 2013

Keflavíkurmót 09.11.2013

Þessar hafa skráð sig til leiks í Keflavíkurmótið næstkomandi laugardag.

Mæting er 25 mínútur fyrir fyrsta leik


Þær sem hefja leik í "Spænsku deildinni" klukkan 08:42 eru eftirfarandi:


Aþena Ísold
Steinunn Soffía
Dóróthea
Halla Marin
Hekla Rún
Katrín Ágústa
Linda Björg


Þær sem hefja leik í "Ensku deildinni" klukkan 10:42 eru eftirfarandi:

Daría
Erna Sólveig
Helena Ósk
Hjördís Silja
Sigríður Björg
Sóldís Lára
Thelma Rún

Þátttökugjald fyrir hvern iðkenda  er 2500 kr (reiðufé) og innifalið í gjaldinu er Pizzaveisla. 

Við verðum með treyjur fyrir þá sem ekki eiga Fylkistreyjur. 

Leikið verður í Reykjaneshöll (knattspyrnuhöll)

Kveðja 
Kjartan og Óli



Sunday 3 November 2013

Fyrsta mót vetrarins

Fyrsta mót vetrarins fer fram í Keflavík þann 09.nóvember. 
Við ætlum því að biðja ykkur að skrá hér inn á bloggið í kommentakerfið við þessa færslu hverjar komast á mótið. Mótið hefst klukkan 08:30 og ætti að standa til 13:30. Leikjaniðurröðun liggur ekki fyrir og því er ekki komið á hreint hvenær hvert lið leikur sína leiki. En þó má geta þess að hver leikmaður þarf ekki að vera lengur á svæðinu heldur en í ca. 2-3 klukkustundir. 

Mótsgjald er 2500 kr og greiðist við komuna á mótið, nema annað verði ákveðið. 

Kveðja 
Kjartan og Óli Stígs