Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Thursday 11 September 2014

Skautaferð

Sæl Öll

Minnum á Skautaferðina í Skautahöllina Laugardal á föstudaginn frá 17-19 Aðgangur 650kr með eigin skauta eða 1000kr með leigða skauta. Pizza og gos verður í boði.

Endilega skrá stelpurnar með því að láta vita hér eða senda póst á sigpal@simnet.is Foreldraráðið

Tuesday 9 September 2014

Takk fyrir samveruna stelpur

Hópmyndataka !

Í dag fór fram síðasta æfingin á þessu tímabili. Ég vil þakka bæði iðkendum og foreldrum fyrir samveruna og samskiptin á liðnu tímabili.

Við hittum ykkur stelpurnar næst á fimmtudag þar sem myndataka fer fram á fylkisvellinum. Það er gríðarlega mikilvægt að þið allar mætið í Fylkis-keppnisbúning, treyju, stuttbuxur, takkaskór, legghlífar.

Myndatakan hefst stundvíslega klukkan 16:50 og stendur til 17:10 (athugið að það er ekki æfing).


Æfingum er hér með lokið á þessu tímabili og tekur því nýtt tímabil við þann 15.september.

Bestu kveðjur
Kjartan og Hulda Hrund

Thursday 28 August 2014

Breyttur tími enn og aftur!

Athugið að vegna leikja á fylkisvelli, þá mæta stelpurnar á æfingu klukkan 15:00 í dag en ekki 16:00 eins og gefið var út í gær !

Wednesday 27 August 2014

Æfing á morgun, fimmtudag

Athugið að 6.flokkur mætir á æfingu með 5.kvenna á morgun klukkan 16:00.

Kveðja Kjartan

Monday 25 August 2014

Æfingatimar uppfært

Uppfært.  . . . .

Skólarnir byrjaðir og eru því æfingatímar sem hér segir:

Mánudagar 16:30-17:30

Þriðjudagar 16:30-17:30

Fimmtudagar 16:30-17:30

Kveðja Kjartan og Hulda Hrund

Thursday 21 August 2014

Breyttur æfingatími í dag fimmtudag

Sæl og blessuð

Í dag færist æfing frá klukkan 14:30, til klukkan 16:00.
Æfingin fer fram á æfingagrasinu á bak við fylkishöll. Að þessu sinni mun Hörður, þjálfari 5.flokk kvenna stjórna æfingu.

Bestu kveðjur
Kjartan og Hulda Hrund

Monday 18 August 2014

Vikan 18-22.ágúst

Þar sem skólar eru að fara að hefjast mun ég gefa út æfingatöflu viku fyrir viku. Það verða þó litlar breytingar á núverandi viku. Æfingar verða sem hér segir: 

Eina breytingin er fimmtudaginn 21.ágúst

Í dag mánudag, 14:30-15:30
Þriðjudag 14:30 - 15:30
fimmtudag 16:20 - 17:20 

kveðja Kjartan og Hulda Hrund

Sunday 17 August 2014

Hnátumótið 28.ágúst í Sandgerði hjá B-liðinu

Hér fyrir neðan sjáið þið leikdag og leiki hjá B-liðinu okkar sem komst áfram í Hnátumótinu. 

1fim. 28. ágú        14:25     Hnátumót - B-lið Ú SV 1       N1-völlurinn     ÍBV        Fylkir                    
2fim. 28. ágú        15:15     Hnátumót - B-lið Ú SV 1       N1-völlurinn      Fram     Fylkir                    
3fim.28. ágú        16:05   Hnátumót - B-lið Ú SV 1      N1-völlurinn    Fylkir     Breiðablik 2        

Sunday 10 August 2014

Takk fyrir helgina

Takk fyrir æðislega og vel heppnaða keppnisferð.

Stelpurnar voru sannkallaðar hetjur fyrir að spila í þessu veðri og foreldrar og aðstandendur voru nú hörkutól að horfa á þessar litlu hetjur spila. 

Svona var útkoman :
Fylkir1 endaði í 2.sæti eftir sáran úrslitaleik. 3-2 fyrir Stjörnunni.
Fylkir2 endaði í 5.sæti eftir sigur á KA mönnum í hlutkesti. 1-1 (fengum fiska)
Fylkir3 endaði í 7.sæti eftir að hafa unnið sinn fyrsta leik á móti Stjörnunni. 1-0

Vona að heimferðin hafi verið góð og við þökkum fyrir okkur.

Næsta æfing er þriðjudaginn 12.ágúst

Frí á morgun, mánudag

Kveðja Hulda Hrund, Ruth og Kjartan

Tuesday 22 July 2014

Komið þið sæl iðkendur sem og foreldrar

Næstkomandi fimmtudagskvöld ætlum við í 6.flokki kvenna að hittast fyrir framan innganginn á Fylkisvöll og fara því saman undanúrslitaleik Fylkis og Selfoss í Borgunarbikarnum. Þetta er einn stærsti leikur kvennaliðs Fylkis og ætla því þjálfarar, iðkendur og foreldrar að láta stuðning sinn svo sannarlega í ljós og styðja við bakið á Huldu Hrund og stelpunum í þessum mikilvæga leik.

Hittumst því stundvíslega klukkan 19:00 í fylkistreyjum og látum vel í okkur heyra

Kveðja Kjartan og Hulda Hrund
Mynd frá Árni Jónsson.
Fimmtudagur kl. 19:15

Sunday 20 July 2014

Takk fyrir helgina á Símamótinu

Hæ stelpur og foreldrar

Ég ætla að byrja á því að hrósa ykkur stelpur, fyrir það hvað þið lögðuð ykkur vel fram í leikjunum um helgina. Það var virkilega skemmtilegt, en að sama skapi taugatrekkjandi  :) að fylgjast með ykkur spila fótbolta. Þið stóðuð ykkur allar eins og sannar hetjur. Ég vil einnig þakka foreldrum sem pössuðu vel upp á það að stelpurnar væru komnar á rétta velli alla dagana, þið eruð líka hetjur. 

Nú þegar Símamótinu er lokið tekur við smá sumarfrí og hittumst við næst á æfingu þriðjudaginn 05.ágúst

Á þriðjudagskvöldinu 05.ágúst ætla þjálfarar og foreldrar barna sem fara á Siglufjörð að hittast í tengibyggingu og halda smá fund, fundurinn hefst á slaginu 20:30(nema eitthvað annað breytist). 

Takk fyrir helgina 


Kjartan go Hulda Hrund

Saturday 19 July 2014

Leikir á morgun, sunnudag

Hér koma fyrstu leikir morgundagsins 
Mæting eigi síðar en 15 mín fyrir leik

KA 4  Fylkir 3    Völlur 05 08:30
Höttur - Fylkir 2  Völlur 24 10:15
Fylkir 1 Þór 1            Völlur 23 11:25

Athugið, að mínu viti er þetta fyrri leikur af tveimur um daginn hjá hverju liði fyrir sig. 

Kveðja Kjartan og Hulda

Friday 18 July 2014

Nýtt vallarkort vegna vallaraðstæðna ! ! !

Athugið að það er komið nýtt vallarkort

Völlur 19 er inni (fífan)
völlur 23 er inni (fífan)
völlur 06 er úti
völlur Völlur 12 er inni (fífan)
völlur 24 er inni (fífan)
völlur 02 er inni (fífan)

Kveðja 

Leikirnir á morgun, laugardag !

Leikir morgundagsins

Lið 1
 Fylkir 1 KA 1 - Völlur 19   09:00
 Fylkir 1 Grindavík 1     Völlur 06     11:30
 ÍBV 1 Fylkir 1 -      Völlur 24   14:30

Lið 2
 Fylkir 2 Snæfellsnes 1 Völlur 23  10:00
 Fylkir 2 FH 3 - Völlur 12  12:30
 Þór 2 Fylkir 2 - Völlur 02  15:30

Lið 3

Fylkir 3 Afturelding 3 Völlur 19  11:30
Fylkir 3 ÍBV 4 - Völlur 06  14:00
Ægir/Hamar 2 Fylkir 3 Völlur 24  17:00

Sjáumst hress og kát á morgun :) 

Kveðja Kjartan og Hulda

Takk fyrir daginn!

Sæl öllsömul
Takk fyrir daginn, vonandi hafa allir skemmt sér vel þrátt fyrir rigningu og rok í morgun. Nú virðast riðlar morgundagsins komnir inn, en ekki leiktímarnir hjá liðunum. Það hlýtur að detta inn á næsta klukkutíma! Þeir sem vilja fylgjast með þessu sjálf, bendi ég á

http://www.simamotid.is

Kveðja Kjartan og Hulda

Thursday 17 July 2014

Fyrir morgundaginn

Sæl og blesuð

Munið að mæta að lágmarki 15 min fyrir hvern leik á mótinu. Hafa gott nesti meðferðis og fylgjast vel með hvenær flautað er til leiks. Klæða sig eftir veðri og vindum, en fyrst og fremst að skemmta sér vel :) 

Kveðja 
Kjartan og Hulda 

Wednesday 16 July 2014

Staðfestir leiktímar hjá liðunum

Hér koma svo leiktímar hjá liðunum. Athugið að þetta eru staðfestir tímar hjá liðunum. 

Kveðja Kjartan og Hulda Hrund

Lið 1 (A)

Fylkir 1
Keflavík 1
-
Völlur 02
18/7 11:30
Afturelding 1
Fylkir 1
-
Völlur 20
18/7 14:30
Fylkir 1
Þór 1
-
Völlur 05
18/7 17:00

Lið 2(B)

Fylkir 2
KA 2
-
Völlur 06
18/7 10:30
Breiðablik 6
Fylkir 2
-
Völlur 24
18/7 13:30
Fylkir 2
Tindastóll 1
-
Völlur 07
18/7 16:00

Lið 3(D)

Fylkir 3
Selfoss 3
-
Völlur 24
18/7 09:30
Skallagrímur
Fylkir 3
-
Völlur 12
18/7 12:00
Fylkir 3
Stjarnan 6
-
Völlur 01
18/7 15:00

Tuesday 15 July 2014

Símamótið

Þá eru liðin klár fyrir Símamótið í Kópavogi
Nú er að bjóða sig fram í Liðsstjóra fyrir sitt lið kæru foreldrar
Liðsstjórar sjá um að liðin mæti á rétta velli á mótinu og sjá um upphitun. Það stefnir í mikla skemmtun á Símamótinu eins og í fyrra. Þeir foreldrar sem hafa áhuga á því að fylgja stelpunum sínum sem liðsstjórar skrifi nafnið sitt hér inn, hvort sem er í facebook færslu eða bloggfærslu

Ath:leikjaplan er ekki komið

Liðin eru svona skipuð

A-lið
Erna Sólveig Sverrisdóttir
Helena Ósk
Hjördís Silja Karvelsdóttir
Kata Vala
Thelma Rún
Sigríður Björg

B-lið
Dóróthea
Halla Marín
Katrín Ágústa
Klara Schweitz
Rebekka Rut Harðardóttir
Sòldìs Làra Sigurðardòttir

D-lið
Emilía Dís Óskarsdóttir
Heiður Karlsdottir
Hekla Rún Óskarsdóttir
Linda Björg
Saga Steinunn Hjálmarsd.
Sara Valgerður
Steinunn Soffía

Bestu kveðjur
Þjálfarar

Monday 14 July 2014

Æfingin í dag

Æfing í dag klukkan 14:30 !

Kveðja Þjálfarar

Monday 7 July 2014

Nú þarf að drífa sig að svara með mótin í júlí og ágúst

Þessar hafa ekki svarað með símamótið 17-20 júlí

Daría Paszko


Þessar hafa ekki svarað með Pæjumótið 08-10.ágúst

Daría Paszko
Emilía Dís Óskarsdóttir
Hekla Rún Óskarsdóttir
Sara Valgerður Óttarsdóttir
Sæl öll Jæja þá er það Símamótið helgina 17-20 júlí. 

Í dag eru 16 stelpur skráðar til leiks og eru skráð 3 lið frá Fylki 6.fl kvk á mótið. 
Keppnisgjaldið eru 9000kr Greiða skal fyrir 10.júlí. ----MIKILVÆGT---- Ef ykkar stúlka er ekki skráð á Símamótið, þá er skráningarform inná FB síðu flokksins, færsla frá 18.júní
https://www.facebook.com/pages/Fylkir-6kvenna-2013-2014/268340513314587 Skrá stúlku sem fyrst svo hægt sé að skipuleggja liðin og ganga frá greiðslu. Bnr. 535 04 761082 kt. 571083-0199 9000kr Sendið kvittun á 'freyjatheo@simnet.is' Takið fram nafn stúlku með kvittun.

Áfram Fylkir

Wednesday 2 July 2014

Smá tilfærslur á æfingum undir leiðsögn Huldu og Harðar

Komið þið sæl

þar sem ég (Kjartan) er að fara með 5.flokk karla á N1 mótið fyrir norðan, þá munu æfingatímar breytast aðeins næstu eina og hálfa vikuna.

Æfingar verða sem hér segir :

Fimmtudaginn næstkomandi, eða þann 03.júlí mun æfing fara fram klukkan 15:00

Mánudaginn 07.júlí mun æfingin fara fram klukkan 15:30

Þriðjudaginn 08.júlí mun æfingin fara fram klukkan 16:00

Fimmtudaginn 10.júlí mun æfingin fara fram klukkan 16:00

Æfingar verða í umsjón Huldu Hrund Arnarsdóttur og Harðar Guðjónssonar Íþróttafulltrúa Fylkis og þjálfara 5.flokks kvenna.

Bestu kveðjur

Kjartan Ólafs

Wednesday 25 June 2014

Buið að færa hnátumótið inn

Búið að færa hnátumótið inn í fífuna

Tuesday 24 June 2014

Hnátumótið 25.júní Smárahvammsvelli

Hnátumótið 25.júní

1 mið. 25. jún 14:00 Hnátumót A-lið E
Smárahvammsvöllur Fylkir vs Fjölnir

2 mið. 25. jún 14:25 Hnátumót B-lið E
Smárahvammsvöllur Fylkir vs Fjölnir

3 mið. 25. jún 14:50 Hnátumót A-lið E
Smárahvammsvöllur Snæfellsnes vs Fylkir

4 mið. 25. jún 15:15 Hnátumót B-lið E
Smárahvammsvöllur Snæfellsnes vs Fylkir

5 mið. 25. jún 15:20 Hnátumót A-lið E
Smárahvammsvöllur KR vs Fylkir

6 mið. 25. jún 16:05 Hnátumót B-lið E
Smárahvammsvöllur KR vs Fylkir

7 mið. 25. jún 16:30 Hnátumót A-lið E
Smárahvammsvöllur Fylkir vs Breiðablik 3

8 mið. 25. jún 16:55 Hnátumót B-lið E
Smárahvammsvöllur Fylkir vs Breiðablik 3

Fjöldi leikja: 8

Lið A:
Sòldìs Làra Sigurdardòttir
Helena Ósk Hansdóttir
Thelma Rún
Sigríður Björg
Erna Sólveig Sverrisdóttir
Kata Vala

Lið B:
Katrín Ágústa
Klara Schweitz
Rebekka Rut Harðardóttir
Halla Marín
Linda Björg Gunnarsdóttir

Þá eru liðin klár fyrir Hnátumótið á morgun. 
Eins og sjá má erum við rétt að ná í tvö lið. 
Liðin mæta 30 min fyrir leik og byrja strax að hita upp. 
Smárahvammsvöllur er hægra megin við Sporthúsið og Tennishöllina.

Muna:Takkaskór, legghlífar, keppnisbúningur, vatnsflaska, íþróttanammi.

Ath:Ef dóttir ykkar er ekki á listanum, þá átt þú eftir að skrá hana í mótið. Sendu okkur póst ef svo er á kjarolaf@gmail.com

Kveðja Kjartan og Hulda Hrund

Wednesday 18 June 2014

Skráning í mótin!

Þá er komið að því að skrá stelpurnar í mótin í sumar. Fundað var nú á mánudagskvöld með foreldraráði flokksins, þar sem ákveðið var að hefja skráningu í þessi þrjú misstóru mót sumarsins. Með þessu móti geta foreldrar og forráðamenn skipulagt sumarleyfi sín að í kringum knattspyrnumót sumarsins ef það hentar. 

Hér fyrir neðan sjáið þið mótin og skráningarskjöl sem þið smellið á. Mikilvægt er að skrá hvort viðkomandi iðkandi komist eða ekki.

1# Hnátumótið Smárahvammsvelli
fyrsta mótið sem þar að skrá sig í er Hnátumót Ksí sem fram fer miðvikudaginn 25.júní klukkan 14-17:30. 




2# Símamótið í Kópavogi
Annað mótið okkar sem fram fer í kópavogi á völlum breiðabliks, fer fram þann 17-20.júlí eða frá fimmtudegi til sunnudags. 




3#
Þriðja mótið og að sama skapi það síðasta, er pæjumótið á Siglufirði. Mótið er haldið dagana 8-10.ágúst


Thursday 12 June 2014

Hnátumót 25.júní í Kópavogi

Hér er linkur á leikina í Hnátumótinu þann 25.júní

Frekari upplýsingar koma síðar,  en þetta eru næstu leikir okkar!

http://www.ksi.is/mot/leikir-felaga/?nleit=0&felag=110&vollur=%25&flokkur=422&kyn=0&samsett=0&dFra-dd=04&dFra-mm=06&dFra-yy=2014&dTil-dd=11&dTil-mm=07&dTil-yy=2014

Tuesday 10 June 2014

Ný æfingatafla 6.kvenna tekur gildi mánudaginn 16.júní

Sumaræfingar 2014

Mánudagar á fylkisvelli 14:30-15:30

Þriðjudagar á fylkisvelli 14:30-15:30

Fimmtudagar á fylkisvelli 14:30-15:30

Birt með fyrirvara um breytingar

Kveðja Þjálfarar

Vígsluathöfnin í kvöld. . . . . . .

Upplýsingar fyrir stelpurnar sem ganga út á völlinn með m.fl kvenna í kvöld.

Mæting við tengibygginguna(hægra megin við boltageymsluna) 18:45
Allar stelpurnar mæta í keppnisgöllum
Ég verð sjálfur mættur á svæðið.


Kveðja Kjartan

Monday 9 June 2014

Stelpurnar sem ganga út á völlinn annað kvöld klukkan 19:15

Hér koma svo nöfnin á þeim 11 stelpum sem skráðar voru fyrstar á blað.

Ég geri ráð fyrir því að þær mæti í fylkisbúningum og mæting sé á Fylksivöll ekki seinna en 30 min fyrir leik.  Ég set inn frekari upplýsingar á facebook og bloggið á morgun.

Hekla Rún Óskarsdóttir
Thelma Rún
Sòldìs Làra Sigurdardòttir
Hjördís Silja Karvelsdóttir
Linda Björg Gunnarsdóttir
Halla Marín magnúsdóttir
Sigríður Björg
Dóróthea baldursdóttir
Kolfinna baldursdóttir
Helena ósk hansdóttir
Rebekka Rut Harðardóttir

Kveðja Þjálfarar

VÍGSLUATHÖFN STÚKUNNAR

Skráningarskjal fyrir þær stelpur sem langar að ganga inn á völlinn með leikmönnum m.fl kvenna. Fyrstu 11 sem skrá sig fá að ganga inn á völlinn. Smellið því á linkinn og skráið stelpuna ykkar.

Kveðja
Þjálfarar

https://docs.google.com/forms/d/139sA9Kf5NsX48FktK2nox8sHdS0SQN-CeNWasNzmMhs/viewform?usp=send_form

Sunday 8 June 2014

Knattspyrnuskóli Fylkis 2014

Knattspyrnuskóli Fylkis 2014

 

Knattspyrnuskóli Fylkis hefst næstkomandi þriðjudag 10. júní, skráning á fylkir.felog.is. Ef þið lendið í vandræðum með skráningu hafið samband við Fylkishöll í síma 571-5601 eða mætið í afgreiðslu Fylkishallar og gangið frá þessu.

Knattspyrnuskóli Fylkis verður starfræktur í sumar eins og undanfarin sumur og eru námskeiðin opin öllum iðkendum á aldrinum 7-12 ára ( fædd 2007 / 2006 / 2005 / 2004 / 2003/ 2002 ), bæði piltum og stúlkum. Námskeiðin eru virka daga frá kl. 9-12. Á námskeiðunum sjálfum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi.

Sumrinu er skipt niður á tvö námskeið 
Námskeið 1 ( 10. júní – 11. júlí ), verð 16.000 kr. 
Námskeið 2 ( 5. ágúst – 20. ágúst), verð 10.000 kr. 
Hægt er að taka staka viku á hvoru tímabili og kostar það 7.000 kr.
Skólastjóri er Kristján Gylfi Guðmundsson.
Við hvetjum pilta og stúlkur til þess að mæta á námskeið sumarsins enda alltaf gleði og gott veður á Fylkisvelli. Stefnt er að því að fá leikmenn meistaraflokka Fylkis í heimsókn á námskeiðin og jafnvel fleiri þekkta fótboltakappa.

Þátttakendur á námskeiðunum mæta með sitt eigið nesti í nestis- og matartímum. Brýnt er fyrir foreldrum að senda börnin með hollt og gott nesti. Aðstaða fyrir nestis- og matartíma er í Fylkishöll. Á síðasta degi hvers námskeiðs er þátttakendum boðið í grillveislu.

Einnig er hægt að skrá börnin í íþróttaskóla Fylkis eftir hádegi semsagt fara í knattspyrnuskólann fyrir hádegi og kaupa hálfan dag í íþróttaskólanum eftir hádegi frá kl.12:00-15:00. Einnig er boðið upp á gæslu eftir námskeið til kl.16:00. Þeim sem eru á æfingum á námskeiðstíma er fylgt á æfingar og sótt aftur eftir að æfingu lýkur.

Áhersla verður lögð á að iðkendur snert boltann oft, að þeir venjast boltanum, móttaka á bolta, sendingar, skotæfingar og ýmsar tækniæfingar sem hæfa aldri og getu. Við munum svo fara í einhverja leiki með og án bolta en eitthvað minna en undanfarin ár, en við ætlum að leggja megináherslu á æfingar með bolta þannig að iðkendur bæti alhliða knattfærni sína.  

Við munum nýta okkur það að HM í Knattspyrnu mun standa yfir í sumar til að búa til aukna stemmingu. Á fimmtudögum verður HM keppni þar sem við röðum öllum iðkendum jafnt niður í lið sem spila innbyrðis undir merkjum liðanna í HM.  Einnig munum við hafa ýmisskonar þematengdar æfingar og keppnir, t.d. þar sem krakkarnir læra að sóla eins og Messi eða skjóta eins og Ronaldo. Allt er þetta gert til að auka stemminguna enda finnst börnum fátt skemmtilegra en að ýminda sér hluti og leika átrúnaðargoðin.  Á föstudögum er svo ávallt grillveisla eins og áður segir.

Bestu kveðjur

Kristján Gylfi skólastjóri Knattspyrnuskólans 

Annar í hvitasunnu á morgun.

Engar æfingar á mánudag, annar í hvítasunnu!

Kveðja þjálfarar

Friday 30 May 2014

Vís-mót Þróttar laugardaginn 31.maí

Sæl og blessuð

Þá er komið að Vís-mótinu í laugardal þann 31.maí (laugardagur)

Hulda Hrund, nýr aðstoðarþjálfari mun stýra A-liðinu

En Haukur faðir Steinunnar mun stýra C-liði

Hér sjáið þið A-lið sem hefur leik 08:30, mæting 08:05

Daría
Erna Sólveig Sverrisdóttir
Helena ósk
Hjördís Silja
Katrín Vala
Sigríður Björg
Sóldís Lára Sigurðardóttir
Thelma Rún

Hér sjáið þið C-lið sem hefur leik 08:30, mæting 08:05

Dorothea
Emilía Dís Óskarsdóttir
Halla marín
Hekla Rún Óskarsdóttir
Karítas Rún Ólafsdóttir
Katrín Ágústa
klara
Linda Björg
Steinunn Hauks


Hér eru svo frekari upplýsingar varðandi mótið, leikjaplan o.fl

http://www.trottur.is/vis-motid/

Kveðja Kjartan og Hulda Hrund

Wednesday 28 May 2014

Frí á æfingu á morgun

Sæl öll

Það eru frí á æfingu á morgun hjá öllum.
Kv.
Óli og Kjartan

Monday 26 May 2014

Skráning í Vísmót þróttar. . . . . . 31.maí

Þá er komið að skráningu í Vísmót þróttar sem fram fer laugardaginn 31.maí. Leikirnir verða alfarið í umsjón foreldra í þetta sinn hjá fylki. Smellið endilega á skráningarskjalið og látið vita hvort viðkomandi stelpa komist í mótið eða ekki, gott að svara hvort sem hún kemst eður ei.

Kveðja Þjálfarar
https://docs.google.com/forms/d/1IE66_1NbX9eJxA0S2NvEoGxKrlV6CqXZ1tb3ZmtnY0A/edit?usp=sharing

Thursday 22 May 2014

Sæl og blessuð
Bara svo það fari ekki á milli mála að þá frestast Vís-mót þróttar sem fara átti fram núna um helgina(24 maí) til 31.maí. Því miður verðum við Óli með 6.flokk karla staddir á Laugarvatni alla þá helgi og höfum því ekki tök á því að fara með stelpurnar á mótið. Það kemur því í hlut foreldra að fara með börnin sín á mótið. Ég set inn á næstu dögum, skjal þar sem þið getið skráð stelpurnar ykkar til leiks. 

Kveðja 
Kjartan og Óli

Tuesday 6 May 2014

Uppfært æfingar í maí

Æfingatímar í maí 



Allar æfingar á Fylkisvelli 

Mánudagar 15:00-16:00
Þriðjudagar 15:00-16:00
Fimmtudagar 15:00-16:00

Kveðja Kjartan og Óli

Sunday 4 May 2014

Inniæfingum LOKIÐ. . . .

Athugið að inniæfingum er lokið og stelpurnar mæta því á æfingu á morgun á Fylkisvelli klukkan 15:00
Kveðja Kjartan

Friday 25 April 2014

Skráning í leikinn í fyrramálið

Koma svo og skrá stelpurnar í leikinn.
Mæting 08:45 og leikur hefst klukkan 09:00.

Koma svo

Wednesday 23 April 2014

Sumardagurinn fyrsti

Það er ekki æfing á morgun, fimmtudag.

Æfingaleikur við Hauka á fylkisvelli, laugardaginn 26.apríl

Við ætlum að spila æfingaleik við stelpurnar í Haukum, næstkomandi laugardag klukkan 09:00

Til að við vitum hverjar hafa tök á því að mæta í leikinn, biðjum við ykkur um að smella á linkinn og svara eins vel og þið getið :)



https://docs.google.com/forms/d/1BPdnzBdY3UlIK1a33qaoz2ckudzm0Om8WqdKEIC8Mnw/viewform?usp=send_form

Kveðja Kjartan og Óli

Monday 14 April 2014

Æfing á morgun, þriðjudaginn 15.apríl

Sæl verið þið

Æfing á morgun, þriðjudag.

Þar sem íþróttahús Norðlingaskóla er lokað, nú þegar páskafrí er í grunnskólum Reykjavíkur, þá ætlum við að hafa æfingu á morgun á fylkisvellinum klukkan 14:00.

Þetta er síðasta æfing fyrir páska

Æfingar hefjast aftur þriðjudaginn 22.apríl

Kveðja
Kjartan og Óli

Thursday 10 April 2014

Breyting á æfingatíma, mánudaginn 14.apríl

Æfingin mánudaginn 14.apríl

Stelpurnar í 6.kvk ætla að taka sameiginlega æfingu á fylkisvelli með stelpunum í 5.kvk á mánudagsmorgun klukkan 10:00

Að þessu sinni munu Hörður og Steinar sjá um æfinguna og verður því ekki æfing í Egilshöll á mánudag.

Kveðja Kjartan og Óli

Happadrætti

Sæl öll

Nú eru happadrættismiðarnir að detta í hús,væntalega á morgun miðvikudagur

Þeim verður dreift á fimmtudagsæfingunni

Vinsamlega staðfestið við mig hér hverjir ætla að fá miða

Gert er ráð fyrir 10 miðum á iðkanda og seldur hver sem best hann getur

Uppgjöri skal skilað í Fylkishöll á þriðjudagskvöldið í næstu viku c.a. kl.20-21 ( staðfest síðar)

Iðkendur hafa val um að skila inn uppgjöri eða ekki.

Þeir sem skila ekki inn uppgjöri fá reiking í formi greiðsluseðils í heimabanka.

Skila má inn óseldum miðum.

Bíóferð er í boði fyrir þá sem selja 10 miða.

 

F.h.foreldraráðs

Sigurður Páll

Tuesday 8 April 2014

Happadrætti

Páskahappadrætti Fylkis

 

Nú er páska happadrætti Fylkis að fara af stað.  Þetta er sameiginlegt happadrætti með handboltanum, fótboltanum og blakinu.

Dregið verður miðvikudaginn 16. Apríl, á miðunum stendur 14. Apríl, en búið er að fresta drætti um 2 daga.

Hver miði kostar 1.500,- og fá iðkendur 500,- af hverjum seldum miða.

Hver iðkandi fær 10 miða (ekki þarf að selja alla miða en í boði er bíómiði eftir páska ef allir miðar seljast).

Foreldrar þurfa EKKI að kaupa óselda miða (afgangsmiða), en þeim verður að skila fyrir tilsettan tíma, sjá neðar.

Takið eftir að ef það gleymist að skila óseldum miðum, lendir kostnaðurinn á foreldrum.

 

 

AFHENDING MIÐA

Foreldrafélagið mun afhenda miðana á æfingunni á morgun, miðvikudag 9. apríl frá kl 15:45-16:30 í andyri Fylkishallar.

Miðarnir verða afhentir forráðamönnum drengjanna, ekki drengjunum sjálfum.

Þeir sem hafa ekki tök á því að sækja miðana á æfinguna á miðvikudaginn geta nálgast miðana hjá Róbert (GSM: 897-1410)  í Lækjarvað 7 milli 20:30-22:00 á miðvikudagskvöldið. 9.apríl.

 

 

SKIL Á ÓSELDUM MIÐUM

Skila verður uppgjöri og óseldum miðum á mánudagskvöldið, 14. apríl í næstu viku.

Miðunum þarf að skila heim til Valgeirs (GSM: 660-7037), í Lindarvað 17, í Norðlingaholti milli 19:30-22:00.

Takið eftir að ef það gleymist að skila óseldum miðum, lendir kostnaðurinn á foreldrum.

 

Með kveðju,

foreldrafélagið

 

Skilaboð frá umsjónaraðilum happadrættisins:

Ágætu foreldrar

Nú eru þrjár deildir Fylkis að setja í gang sameiginlegt happdrætti, þ.e. handknattleiksdeild, knattspyrnudeild og blakdeild.

Óskað er eftir að allir iðkendur þessara deilda taki þátt í sölustarfinu með okkur og að hver og einn iðkandi selji amk 10 miða, en svo mega allir selja meira, á meðan miðar eru til!

Iðkandinn fær 500 kr af hverjum seldum miða

Miðinn er seldur á 1.500 kr. og fær iðkandinn 500 kr. í sinn hlut en deild viðkomandi iðkanda fær 1.000. Þetta er því ágæt fjáröflun fyrir viðkomandi iðkanda um leið og þetta er afar mikilvæg fjáröflun fyrir þessar deildir. Jafnframt verður öllum sem selja 10 miða eða meira boðið á bíósýningu fljótlega eftir páska!

Dreifing miða strax eftir helgi

Af tæknilegum ástæðum hefur aðeins dregist að koma dreifingu miða í gang, en nú eru miðarnir að koma úr prentun og verður dreift til iðkenda á æfingum næstu daga. Við höfum viku til að selja miðana, en stefnt er að því að draga í happdrættinu í dymbilvikunni. Allir iðkendur þurfa að skila söluandvirði og óseldum miðum áður en dregið verður í happdrættinu en nánari upplýsingar um fyrirkomulag dreifingar, sölu og skila verða kynntar betur í næstu viku samhliða dreifingu miða, á facebook-síðum osfrv.

Upplag og vinningar

Þetta er stórt og veglegt happdrætti - prentaðir voru 7.000 miðar, vinningar eru milli 300 og 400, þar af margir mjög glæsilegir, má þar nefna 47" sjónvarp og annað minna, glæsilegt grill, forláta reiðhjól, ferða- og gistivinninga, golf-vinninga, gjafabréf og úttektir í fjölda verslana og þjónustufyrirtækja, þarna eru boltar og kippur með gosi, páskaegg að sjálfsögðu ofl. ofl. Vinningaskráin í heild verður birt á heimasíðu Fylkis.

Vinningar verða svo til afhendingar í Fylkishöll strax eftir að dregið hefur verið í happdrættinu.

Það er von okkar að allir taki vel í þetta, en fjölmargir aðilar í þessum deildum hafa lagt mikla vinnu í undirbúning happdrættisins og mikilvægt að vel takist til!

 

Thursday 6 March 2014

Tilkynning fra Barna og unglingaráði

Kæru foreldrar og forráðamenn,

Þetta bréf er sent til þeirra sem ekki hafa gengið frá greiðslu æfingagjalda fyrir núverandi keppnistímabil en einnig er afrit sett á blogsíður/facebook fyrir þá sem ekki eru með póstfang skráð í Nora kerfinu. Ef þið hafið nú þegar greitt en eru að fá þennan póst þá vinsamlega hafið samband við skrifstofu Fylkis þannig að hægt sé að leiðrétta það.

Barna- og unglingaráð hefur reynt að halda uppi metnaðarfullu starfi yngri flokka Fylkis í fótbolta. Til þess þarf góða þjálfara sem leggja sig alla fram við að kenna krökkunum okkar að verða betri í fótbolta og um leið, að halda uppi góðum anda svo öllum líði vel og hafi gaman að því að mæta á æfingar og spila leiki.

Grunnurinn að góðu starfi eru æfingagjöldin og þess vegna biðlum við til ykkar að ganga frá greiðslu þeirra fyrir 9. mars á heimasíðu félagsins. Eftir þann tíma munum við senda út greiðsluseðla á þá iðkendur sem ekki hafa gengið frá greiðslum.

Ykkur til upplýsingar er iðkendumekki heimilt að keppa fyrir hönd félagsins á mótum nema að hafa gengið greiðslu æfingagjalda, eins og kemur fram á heimasíðu félagsins. Frá 1. apríl n.k. munum við virkja þessa reglu í samráði við þjálfara.

Meðfylgjandi eru leiðbeiningar fyrir greiðslu æfingagjalda og ráðstöfun frístundastyrks, sem hækkaður var í 30þkr fyrir 2014.

1. Farið fyrst í skráningarkerfið hjá Fylki og skráið barnið á viðkomandi námskeið.

2. Hakið við "Nota frístundastyrk"

3. Farið strax á eftir inn á Rafræna Reykjavík, veljið "Frístundakort" og "Ráðstöfun styrks" og ráðstafið fjárhæð

4. Farið aftur í skráningarkerfið hjá Fylki og nú getið þið gengið frá greiðslu að frádregnum frístundastyrk. Boðið er upp á greiðsludreifingu.

Þetta er mjög einfalt í notkun. Ef spurningar vakna er hægt að óska eftir aðstoð í Fylkishöll, svara þessu bréfi eða senda beint á okkur.

Kveðja, f.h. BUR

Arnar, Sigfús og Þorvarður

Thursday 13 February 2014

Keilu-gleði

Komið þið sæl

 

Þar sem engin æfing verður næsta mánudag í Egilshöllinni þá ákvað foreldraráð að blása til keilu-gleði fyrir stelpurnar í Egilshöll.

 

Stelpurnar mæta 16:45 í keiluhöllina og spila frá 17-18

Að því loknu fá þær 2 pizzu sneiðar og gos á matsölustaðnum hjá Keiluhöllinni.

 

Verð per stúlku eru ISK 2000 og greiðist við komu í Keiluhöllina

 

Vinsamlega sendið staðfestingu á að stelpan ykkar mæti, ekki seinna en kl. 12:00 á föstudaginn því við þurfum að gefa upp fjölda þá og greiða fyrirfram.

 

Sendið staðfestingu á mig og ég held utan um fjöldan fyrir hönd foreldraráðs sem ég tilkynni inn á föstudaginn.

 

Ps. það er ekki skyldumæting, en þetta vakti mikla lukku hjá stelpunum í fyrraJ

 

Kær kveðja

Foreldraráð.