Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Sunday 8 June 2014

Knattspyrnuskóli Fylkis 2014

Knattspyrnuskóli Fylkis 2014

 

Knattspyrnuskóli Fylkis hefst næstkomandi þriðjudag 10. júní, skráning á fylkir.felog.is. Ef þið lendið í vandræðum með skráningu hafið samband við Fylkishöll í síma 571-5601 eða mætið í afgreiðslu Fylkishallar og gangið frá þessu.

Knattspyrnuskóli Fylkis verður starfræktur í sumar eins og undanfarin sumur og eru námskeiðin opin öllum iðkendum á aldrinum 7-12 ára ( fædd 2007 / 2006 / 2005 / 2004 / 2003/ 2002 ), bæði piltum og stúlkum. Námskeiðin eru virka daga frá kl. 9-12. Á námskeiðunum sjálfum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi.

Sumrinu er skipt niður á tvö námskeið 
Námskeið 1 ( 10. júní – 11. júlí ), verð 16.000 kr. 
Námskeið 2 ( 5. ágúst – 20. ágúst), verð 10.000 kr. 
Hægt er að taka staka viku á hvoru tímabili og kostar það 7.000 kr.
Skólastjóri er Kristján Gylfi Guðmundsson.
Við hvetjum pilta og stúlkur til þess að mæta á námskeið sumarsins enda alltaf gleði og gott veður á Fylkisvelli. Stefnt er að því að fá leikmenn meistaraflokka Fylkis í heimsókn á námskeiðin og jafnvel fleiri þekkta fótboltakappa.

Þátttakendur á námskeiðunum mæta með sitt eigið nesti í nestis- og matartímum. Brýnt er fyrir foreldrum að senda börnin með hollt og gott nesti. Aðstaða fyrir nestis- og matartíma er í Fylkishöll. Á síðasta degi hvers námskeiðs er þátttakendum boðið í grillveislu.

Einnig er hægt að skrá börnin í íþróttaskóla Fylkis eftir hádegi semsagt fara í knattspyrnuskólann fyrir hádegi og kaupa hálfan dag í íþróttaskólanum eftir hádegi frá kl.12:00-15:00. Einnig er boðið upp á gæslu eftir námskeið til kl.16:00. Þeim sem eru á æfingum á námskeiðstíma er fylgt á æfingar og sótt aftur eftir að æfingu lýkur.

Áhersla verður lögð á að iðkendur snert boltann oft, að þeir venjast boltanum, móttaka á bolta, sendingar, skotæfingar og ýmsar tækniæfingar sem hæfa aldri og getu. Við munum svo fara í einhverja leiki með og án bolta en eitthvað minna en undanfarin ár, en við ætlum að leggja megináherslu á æfingar með bolta þannig að iðkendur bæti alhliða knattfærni sína.  

Við munum nýta okkur það að HM í Knattspyrnu mun standa yfir í sumar til að búa til aukna stemmingu. Á fimmtudögum verður HM keppni þar sem við röðum öllum iðkendum jafnt niður í lið sem spila innbyrðis undir merkjum liðanna í HM.  Einnig munum við hafa ýmisskonar þematengdar æfingar og keppnir, t.d. þar sem krakkarnir læra að sóla eins og Messi eða skjóta eins og Ronaldo. Allt er þetta gert til að auka stemminguna enda finnst börnum fátt skemmtilegra en að ýminda sér hluti og leika átrúnaðargoðin.  Á föstudögum er svo ávallt grillveisla eins og áður segir.

Bestu kveðjur

Kristján Gylfi skólastjóri Knattspyrnuskólans 

No comments:

Post a Comment