Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Thursday 21 June 2012

Æfingaleikur við ÍR og breytt æfingatafla

Sælar og blessaðar Fylkissvísur


Á mánudag ætlum við að kíkja í heimsókn til ÍR á ÍR-völl


Mæting hjá öllum kl 15:45 á ÍR-völl

Skráið ykkur hér fyrir neðan í komments


Breytt æfingatafla
Því miður þurfum við að seinka æfingunum.


Æfum frá kl 16:00 - 17:00 (mánud, þriðjud, miðvikud og fimmtud). Tekur gildi í næstu viku.


Allar að láta það ganga, skrifa hjá sér, leggja á minnið og hengja upp á ísskápinn heima :)


Sjáumst á mánudag


Sævar og Súsanna

Sunday 17 June 2012

Símamótið - Skráning

Sæl öll

Nú er skráning á Símamót Breiðabliks farin afstað.

Mótið stendur dagana 12-15 júlí á glæsilegu vallarsvæði Breiðabliks í Kópavogi.

Kostnaður á hvern iðkanda er 6.500 krónur.
 
Fyrir mótið er stefnt á að stelpurnar gisti saman og fái heimsókn frá leikmönnum Meistarflokks kvenna úr Fylki. Það verður allt saman auglýst síðar - en þetta hefur verið góð venja síðustu ár hjá 6.flokk kvenna og mikil stemmning hjá stelpunum að gista svona saman.

Það má skrá hérna á síðunni í kommentakerfinu - eða þá í gegnum email til þjálfara; saevarolafs@gmail.com

Áfram Fylkir
Sævar og Súsanna

Tuesday 12 June 2012

Hnátumót - Mæting

Sæl öll

Mæting á Varmárvöll í Mosfellsbæ hjá öllum kl 13:20

Algjör skylda að mæta með góða skapið :)

Súsanna lætur ykkur vita með liðin á morgun.....

Því miður getur Sævar ekki verið með ykkur en Súsanna verður þarna sólbrún og eldhress :)

Gangi ykkur vel stelpur

Kveðja frá Spáni
Sævar (og Súsanna sem er líklega útá flugvelli núna)

Thursday 7 June 2012

Hnátumót KSÍ miðvikud 13.júní

Sælar Fylkisskvísur

Næstkomandi miðvikudag (13.júní) ætlum við að fara á Varmárvöll í Mosfellsbæ

Mótið hefst kl 14:00 hjá A-liði og 14:35 hjá B-liði. Bæði lið eru svo búin að keppa kl 17:00/17:30 ca. 

Ókeypis þátttaka. Athugið að aðeins iðkendur sem eru skráðir og búnir að ganga frá æfingagjöldum fyrir sumarið 2012 er gjaldgengir í þetta mót...svo það er um að gera að drífa skráningu af :)

LeikirA-lið - http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=27565
B-lið - http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=27565

Skráið ykkur hér, í gegnum email (saevarolafs@gmail.com) eða síma 698-7509 - Takk fyrir

Þjálfarar

Monday 4 June 2012


Kæru foreldrar og forráðamenn,

Árleg viðhorfskönnun Barna- og unglingaráðs knattspyrnunnar í Fylki (BUR) er hafin.  Hún er nú lögð fyrir ykkur í þriðja sinn og hefur reynst okkur mjög mikilvægur mælikvarði á hvernig hægt er að bæta starfið í fótboltaiðkun krakkanna okkar.  Miðað er við að svarað sé fyrir hvern iðkanda, svo þær fjölskyldur sem eiga fleiri en einn iðkanda geta svarað oftar en einu sinni.

Könnunin er stutt og tekur innan við fimm mínútur að svara spurningunum.  Hún verður opin í viku, til 11. júní n.k., og er hana að finna HÉR.

Með fyrirfram þökkum fyrir þátttökuna.

Fylkiskveðja,
BUR

Friday 1 June 2012

Skallagrímsmót - Upplýsingar og liðsskipan

Sæl öll

Á laugardaginn höldum við í Borgarnes á Skallagrímsmótið.

A-lið á leik kl 10:30 og B-lið kl 11:00 svo þeir foreldrar sem ætla akandi - stefnum á að vera mætt í Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl 10:00

Leiðarvísir: http://ja.is/kort/#x=363681&y=428268&z=3&from=Fylkisvegur&to=%C3%9Eorsteinsg%C3%B6tu%201%2C%20310%20Borgarnesi

Sigrún gjaldkeri sér um að greiða fyrir hópinn - þannig að þið hafið samband við hana varðandi að gera upp. Kostnaður er 3500 krónur.

Ef einhverri vantar far í Borgarnes þá þætti okkur vænt um að fá að vita það - svo við getum samnýtt bílana. 

Þessar hafa skráð sig í mótið:
Aníta Ósk, Anna Alexandra, Ellen Sól, Bryndís, Karen, Anna Lovísa, Freyja, Sól Dögg, Elísa. Nína, Vigdís, Jóhanna Brynja, Birta Líf, Þorbjörg, Anna Kolbrún, Katrín María og Gunnur

A-lið
Vigdís (m)
Þorbjörg
Anna Alexandra
Anna Kolbrún
Bryndís
Gunnur
Birta Líf
Freyja

Fyrsti leikur kl 10:30

B-lið
Karen (m)
Katrín
Ellen Sól
Jóhanna
Aníta
Anna Lovísa
Elísa
Nína
Sól Dögg

Fyrsti leikur kl 11:00
Bestu kveðjur og sjáumst hress

ÁFRAM FYLKIR
Sævar og (útlanda Súsanna)