Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Monday 25 February 2013

Hraðmót 3.mars á Akranesi SKRÁ SIG

Hraðmót 6.fl kvk á Akranesi, sunnudaginn 03.mars

Við ætlum að fara upp á skaga og spila nokkra æfingaleiki á hraðmóti sem haldið verður í höllinni upp á Akranesi. Mótið hefast klukkan 13:30 og stendur í rúma klukkustund. Nú bið ég ykkur um að setja nafnið ykkur hér undir og skrifa hvort þið KOMST EÐA KOMIST EKKI.



Bestu kveðjur

Kjartan

Wednesday 20 February 2013

Frí á æfingu, fimmtudaginn 21,feb

Við ætlum að hafa frí á æfingu á morgun, fimmtudag.
Njótið þess að vera í vetrarfríi og sjáumst hress mánudaginn 25. febrúar.
Næsta mót sem við tökum þátt í, verður upp á skipaskaga(Akranes), sunnudaginn 03. mars.


Kv. Kjartan

Monday 18 February 2013

Sjáumst hress í dag klukkan 16:00 í Árbæjarskóla :

Tuesday 12 February 2013

Æfing næsta fimmtudag, 14.02

Við munum æfa á sparkvellinum hjá Fylkisvelli næstkomandi fimmtudag klukkan 16:00. Endilega látið þetta berast til allra.

Kv. Kjartan

Friday 8 February 2013

Frá Fylki


Búið er að uppfæra iðkendalista og keyra inn hjá  Rafrænni Reykjavík og geta foreldrar nú ráðstafað frístundastyrknum. 
Hvetjum við þá sem ætla að nýta sér styrkinn að gera það sem fyrst.
Vinsamlegast sendið póst á fylkir@fylkir.com með upplýsingum um iðkanda og forráðamann ef upplýsingar frá Fylki eru ekki til staðar.  

Einnig vekjum við athygli foreldra á skráningar- og greiðslusíðu félagsins,
https://www.fylkir.com/index.php?option=com_redevent&view=categories&Itemid=282  en þar er hægt að ganga frá greiðslu æfingagjalda.
Einnig er hægt að ganga frá greiðslu æfingagjalda á skrifstofu íþróttafélagsins og afgeiðslu Fylkishallar.

Með kveðju,

Hörður Guðjónsson
Íþróttafulltrúi Fylkis /  Sports director
vs. 571-5604
Gsm. 861-3317
Fax. 567-6091

Monday 4 February 2013

Æfingaleikir við Fram, 07. febrúar

Við ætlum að spila létta æfingaleiki við Fram, næstkomandi fimmtudag í Egilshöll. Þar sem Fram er að æfa á sama tíma og við í Egilshöll þá höfum við ákveðið í samráði við þjálfara Fram að spila nokkra leiki í þessa klukkustund sem við höfum til umráða í Egilshöllinni á fimmtudag. Nú þarf ég að fá ykkur til að setja nafnið ykkar hér undir í kommentakerfið til að staðfesta hvort þið komið á fimmtudag upp í Egilshöll. Skipað verður í tvö 5 manna lið(nýtt fyrirkomulag hjá 6.flk) og örar skiptingar. 

Eru ekki allir með það á hreinu eftir að hafa lesið þetta að leikirnir fara fram í EGILSHÖLL :)

KOMA SVO :) 

Kv. Kjartan 
Sjáumst hress og kát á æfingu í dag klukkan 16:00

Kv. Kjartan