Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Monday 24 September 2012


Sælar stelpur og foreldrar 

Við ætlum að hafa lokaslútt 6. flokks á fimmtudaginn 27. september.
Planið er að fara í Klifurhúsið og svo út að borða á Hamborgarfabrikkuna.
Þátttakan kostar 2.000 krónur fyrir stelpuna og greiðist á staðnum.

Mæting er í Klifurhúsið kl. 17:00 
Gott er að koma í þægilegum klæðnaði.

Klifurhúsið er í Skútuvogi 1G. Bílastæði og inngangur er í portinu að neðan og er því gengið inn frá Barkarvogi.
      Staðfesta þarf þátttökuna fyrir miðvikudaginn 27.sept. með því að senda tölvupóst á disagbh@gmail.com

Foreldrar þurfa svo að sækja stelpurnar á Hamborgarafabrikkuna kl. 19:00.

Kv,Foreldraráðið.

Wednesday 19 September 2012

Uppskeruhátíð


Uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildar Fylkis

Sunnudaginn 23. september kl. 13:00 verður uppskeruhátíð yngri flokka Fylkis haldin í Fylkishöll. Hátíðin verður innandyra og verða heimatilbúin skemmtiatriði, allir flokkar verða kallaðir upp, andlitsmálun og fleira. Hefðbundnar viðurkenningar verða veittar og í lokin verður grillað úti og hitað upp fyrir leik Fylkis og KR í meistaraflokki karla sem hefst klukkan 16:00.

Monday 17 September 2012

2 æfingar eftir fram að Uppskeruhátíð

Sælar Fylkisskvísur

Núna eru bara tvær æfingar eftir þangað til að við höldum uppskeruhátíð hjá öllum yngri flokkum Fylkis.

Mánudagur 17.sept
kl 17:00 á Fylkisvelli


Miðvikudagur 19.sept
kl 17:00 á Fylkisvelli


Uppskeruhátíð Fylkis
23.september kl 13:00 í Fylkishöll
Í lokin verður grillað pylsur

Fjölmennum á þessar síðustu tvær æfingar. Við þjálfarar komum til með að vera með sérstaklega skemmtilegar æfingar í gangi - svo þið viljið að sjálfsögðu vera á svæðinu og taka þátt :)

Sævar og Súsanna

Monday 10 September 2012

Æfing fellur niður í dag 10.sept!

Hæ stelpur

Því miður er engin æfing í dag mánudaginn 10.sept vegna veðurs :(

Næsta æfing er miðvikudaginn 12.sept!

Sjáumst eldhressar þá :)

kv. Sævar og Súsanna