Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Tuesday 8 April 2014

Happadrætti

Páskahappadrætti Fylkis

 

Nú er páska happadrætti Fylkis að fara af stað.  Þetta er sameiginlegt happadrætti með handboltanum, fótboltanum og blakinu.

Dregið verður miðvikudaginn 16. Apríl, á miðunum stendur 14. Apríl, en búið er að fresta drætti um 2 daga.

Hver miði kostar 1.500,- og fá iðkendur 500,- af hverjum seldum miða.

Hver iðkandi fær 10 miða (ekki þarf að selja alla miða en í boði er bíómiði eftir páska ef allir miðar seljast).

Foreldrar þurfa EKKI að kaupa óselda miða (afgangsmiða), en þeim verður að skila fyrir tilsettan tíma, sjá neðar.

Takið eftir að ef það gleymist að skila óseldum miðum, lendir kostnaðurinn á foreldrum.

 

 

AFHENDING MIÐA

Foreldrafélagið mun afhenda miðana á æfingunni á morgun, miðvikudag 9. apríl frá kl 15:45-16:30 í andyri Fylkishallar.

Miðarnir verða afhentir forráðamönnum drengjanna, ekki drengjunum sjálfum.

Þeir sem hafa ekki tök á því að sækja miðana á æfinguna á miðvikudaginn geta nálgast miðana hjá Róbert (GSM: 897-1410)  í Lækjarvað 7 milli 20:30-22:00 á miðvikudagskvöldið. 9.apríl.

 

 

SKIL Á ÓSELDUM MIÐUM

Skila verður uppgjöri og óseldum miðum á mánudagskvöldið, 14. apríl í næstu viku.

Miðunum þarf að skila heim til Valgeirs (GSM: 660-7037), í Lindarvað 17, í Norðlingaholti milli 19:30-22:00.

Takið eftir að ef það gleymist að skila óseldum miðum, lendir kostnaðurinn á foreldrum.

 

Með kveðju,

foreldrafélagið

 

Skilaboð frá umsjónaraðilum happadrættisins:

Ágætu foreldrar

Nú eru þrjár deildir Fylkis að setja í gang sameiginlegt happdrætti, þ.e. handknattleiksdeild, knattspyrnudeild og blakdeild.

Óskað er eftir að allir iðkendur þessara deilda taki þátt í sölustarfinu með okkur og að hver og einn iðkandi selji amk 10 miða, en svo mega allir selja meira, á meðan miðar eru til!

Iðkandinn fær 500 kr af hverjum seldum miða

Miðinn er seldur á 1.500 kr. og fær iðkandinn 500 kr. í sinn hlut en deild viðkomandi iðkanda fær 1.000. Þetta er því ágæt fjáröflun fyrir viðkomandi iðkanda um leið og þetta er afar mikilvæg fjáröflun fyrir þessar deildir. Jafnframt verður öllum sem selja 10 miða eða meira boðið á bíósýningu fljótlega eftir páska!

Dreifing miða strax eftir helgi

Af tæknilegum ástæðum hefur aðeins dregist að koma dreifingu miða í gang, en nú eru miðarnir að koma úr prentun og verður dreift til iðkenda á æfingum næstu daga. Við höfum viku til að selja miðana, en stefnt er að því að draga í happdrættinu í dymbilvikunni. Allir iðkendur þurfa að skila söluandvirði og óseldum miðum áður en dregið verður í happdrættinu en nánari upplýsingar um fyrirkomulag dreifingar, sölu og skila verða kynntar betur í næstu viku samhliða dreifingu miða, á facebook-síðum osfrv.

Upplag og vinningar

Þetta er stórt og veglegt happdrætti - prentaðir voru 7.000 miðar, vinningar eru milli 300 og 400, þar af margir mjög glæsilegir, má þar nefna 47" sjónvarp og annað minna, glæsilegt grill, forláta reiðhjól, ferða- og gistivinninga, golf-vinninga, gjafabréf og úttektir í fjölda verslana og þjónustufyrirtækja, þarna eru boltar og kippur með gosi, páskaegg að sjálfsögðu ofl. ofl. Vinningaskráin í heild verður birt á heimasíðu Fylkis.

Vinningar verða svo til afhendingar í Fylkishöll strax eftir að dregið hefur verið í happdrættinu.

Það er von okkar að allir taki vel í þetta, en fjölmargir aðilar í þessum deildum hafa lagt mikla vinnu í undirbúning happdrættisins og mikilvægt að vel takist til!

 

No comments:

Post a Comment