Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Wednesday 21 March 2012

Stelpur í 6.flokk allar að lesa takk

Sælar stelpur

Þið voruð flottar í dag.....en það eru nokkrir hlutir sem við þjálfarar ætlumst til að þið farið eftir:

1. Gefa hljóð fyrir leiki og í hálfleik 
Það er vonlaust fyrir okkur að tala við ykkur þegar þið eruð allar að tala ofaní hver aðra

2. Hlusta og horfa
Þegar við tölum við ykkur fyrir leiki og í hálfleik þá á að hlusta og horfa á þann sem er að tala

3. Það virkar ekki að suða
Það er þjálfarinn sem ræður hverjar spila í hvaða stöðu - það er ekki að virka að suða. Þið eigið að sjálfsögðu bara að vera sáttar við að spila og leggja ykkur alltaf fram sama hvaða stöðu þið eruð í.

Næsta æfing er á morgun í Norðlingaskóla kl 17:00 og svo fáum við líklega æfingaleik í næstu viku....það kemur hingað inná síðuna.

Kveðja
Sævar og Súsanna

2 comments:

  1. Karen verður ekki í næstu viku því hún er að fara til Akureyrar, kemur á æfingu mánudaginn 2.apríl.
    Kveðja, Sirrý mamma Karenar

    ReplyDelete
  2. Nína kemst ekki á æfingu í dag

    ReplyDelete