Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Tuesday 7 August 2012



Kæru foreldrar og forráðamenn.

·  Pæjumótið hefst föstudagsmorguninn 10. ágúst kl. 8:00 og verða þá allir keppendur að vera mættir þá (margir ætla að mæta seinniparts fimmtudags)
·  Fylkir stefnir að því að vera á tjaldstæði við Gránugötu, sem er miðsvæðis og ekki langt frá skólanum, tjaldsvæðið ætlum við að merkja með Fylkisfánanum. Svo þið leytið bara fánann uppi  :)
·  Stelpurnar munu gista í Grunnskólanum við Norðurgötu.
·  Foreldrafundur verður á fimmtudagskvöldinu kl, 21:00 í skólanum, mótsgögn afhent, eftir hann munum við koma stelpunum fyrir í sinni gistiaðstöðu.
·  Upplýsingar um liðstjóra vaktir verða gefna upp á foreldrafundi.
·  Leikjaniðurröðun mun liggja fyrir á fundinum
·  Restin af mótsgjaldinu 5.000 kr. greiðist á fimmtudagskvöldið vinsamlegast hafið peninga við hendina. (erum ekki með posa)
·  Þeir foreldrar sem gista í skólanum taka sjálfkrafa að sér vakt á næturnar.
·  Fylkir er með tvö lið.
·  Tjaldsvæðin á Siglufirði eru í umsjá Sveitarfélagsins og þar af leiðandi eru þau ekki innifalin í mótsgjaldi þátttakenda. 
·  Við munum reyna að setja strax inn á bloggið, ef einhverjar breytingar verða áður en mótið hefst.

Gátlisti
1.     Bakpoki til að hafa undir fótboltaskóna, legghlífar og vatnsbrúsa.
2.     Fylkiskeppnis búninginn
3.     Stuttbuxur
4.     Keppnistreyja (ef þær eiga, þjálfarar verða með einhverjar treyjur ef vantar)
5.     Sokkar (gott að vera með aukapör)
6.     Legghlífar
7.     Fótboltaskór
8.     Dýna og lak
9.     Sæng /svefnpoki/koddi
10.  Tannbursti og tannkrem
11.  Hárbursti
12.  Bók til að lesa í á kvöldin, bangsa, spilastokk eða annað afþreyingarefni til að stytta sér stundir
13.  Hlý föt undir keppnisgallann (ef kalt verður í veðri)
14.  Íþróttagalli/utan yfirgalli 
15.  Hlý útiföt
16.  Náttföt
17.  Sundföt
18.  Handklæði

Ef einhverjar spurningar vakna þá vinsamlegast hafið samband.

Kv,Foreldraráð og þjálfarar.

No comments:

Post a Comment