Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Tuesday 20 November 2012

Tilkynning til foreldra frá Fylki


Tilkynning til foreldra frá Fylki

Stjórn Íþróttafélagsins Fylkis samþykkti í byrjun september að auka verulega þjónustu félagsins við iðkendur og foreldra hvað varðar frístundastrætó Fylkis.  Þessi ákvörðun var tekin á þeim forsendum að þörfin væri mikil og að þetta væri í raun nauðsynlegur hluti af starfsemi félagsins.

Strætóinn hefur gengið  alla virka daga milli kl. 14:00 og 17:00 og geta  allir iðkendur Fylkis  nýtt sér vagninn til og frá æfingum samkvæmt útgefinni dagskrá.   Þeir sem nota vagninn hafa ekki þurft að greiða sérstaklega fyrir þá notkun.

Nú er haustönnin rúmlega hálfnuð og hefur þátttakan verið langt undir væntingum.  Félagið er að borga háar fjárhæðir með rekstrinum og því ekki forsvaranlegt að halda núverandi fyrirkomulagi  áfram eftir áramót miðað við óbreytt ástand.

Ekki er ljóst á þessari stundu hvers vegna foreldrar hafi ekki nýtt sé þetta úrræði betur þar sem þetta sparar þeim mikinn tíma og pening.  Með þessu bréfi viljum við hvetja foreldra til að kynna sér þessa þjónustu og athuga vel hvort þau geti ekki nýtt sé hana.

Frístundavagninn mun keyra samkvæmt núverandi áætlun fram að jólum en á eins og staðan er núna er óljóst hvernig fyrirkomulagið verður eftir áramót.  Fjölgi þeim börnum sem nýta sér vagninn fram að áramótum eru meiri líkur á því að núverandi fyrirkomulag haldist áfram eftir áramót.

Að lokum skal benda á að skráning í vagninn  fer fram á heimasíðu félagsins en allir sem nýta sér þessa þjónustu verða að vera skráðir.


Með kveðju,

Hörður Guðjónsson
Íþróttafulltrúi Fylkis /  Sports director

No comments:

Post a Comment