Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Tuesday 17 July 2012


Kæru foreldrar og forráðamenn.


Þá er komið að skráningu fyrir Pæjumótið á Siglufirði helgina 10-13 ágúst 2012.

Þið foreldrar þurfið að senda skráningu á  Sævar þjálfara  á  saevarolafs@gmail.com

Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 23. júlí og þarf jafnframt að 
leggja inn 5.000 kr staðfestingargjald á reikning 0535-04-761082, KT: 571083-0199,
og setja nafn á stúlku sem greitt er fyrir í skýringu.
Ef barn á peninga í sjóði sem á að nota á til greiðslu fyrir þátttökuna á Símamótinu þá vinsamlegast láttu Sigrúnu í foreldraráðinu vita með  tölvupósti,  sigrunarnar@simnet.is  
ekki seinna en mánudaginn 23. júlí.

Þátttökugjald á mótið er 10.000 krónur fyrir keppenda.

innifalið í gjaldi hvers þátttakanda
  • Gisting allt að 3 nætur í svefnpokaplássi í skólastofu eða samsvarandi gististað.
  • Morgunverður í Allanum laugardag og sunnudag.
  • Heitar máltíðir: Föstudags og laugardagskvöld.
  • Vallarnesti föstudag og laugardag.
  • Sunnudagur grill í hádeginu á mótsstað.
  • Ávöxtum verður dreift frítt á vallarsvæði alla keppnisdagana.
  • 9-10 knattspyrnuleikir.
  • Kvöldvökur.
  • Frítt 2 skipti í sund.
Hver þátttakandi á Pæjumóti fær afhenta gjöf við upphaf mótsins til minningar um mótið. Í lok Pæjumóts er veittur fjöldinn allur af verðlaunum og viðurkenningum auk þess sem allir þáttakendur fá viðurkenningar pening til minningar um þátttökuna á Pæjumóti og liðsmynd af sínu liði.

Keppni hefst strax á föstudagsmorgni og þurfa því keppendur að vera komnir ekki seinna en á fimmtudagskvöldið 9. ágúst
.  
Fylkisfólk hefur tjaldað saman á tjaldstæðinu og ætlum við að reyna að halda hópinn aftur í ár.
Allar upplýsingar um mótið má finna á   http://kfbolti.is/efni/dagskr%C3%A1_p%C3%A6jum%C3%B3ts_tm_2012


Kv, Foreldraráð og þjálfarar.

No comments:

Post a Comment