Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Thursday 5 September 2013

Lokahátíð 6. flokks kvenna

Sæl öll,

Nú er komið að því að skemmtilegu fótboltatímabili sé að ljúka. Sumar stelpur færast upp í 5. flokk, aðrar færast yfir á eldra ár. Þetta er búið að vera frábært ár og virkilega gaman að sjá hversu mikið allar stelpurnar hafa þroskast í fótbolta jafnt sem daglegu lífi.

Það er hefð fyrir því að gera eitthvað skemmtilegt í lok tímabilsins og höfum við ákveðið í ár að fara í Adrenalíngarðinn www.adrenalin.is, þar sem stelpurnar eiga eftir að reyna á sig í hinum ýmsu skemmtilegu og krefjandi þrautum. Boðið verður uppá Svala og grillaðar pylsur

Við munum fara frá Fylkisheimilinu kl 16:15 fimmtudaginn 12. sept og vera þá mætt í Adrenalingarðinn á Nesjavöllum ca 17. Við hvetjum foreldra til að mæta líka og viljum við biðja alla foreldra sem geta tekið þátt í þessu með okkur og keyrt að láta mig vita í tölvupósti, og þá einnig hversu margar stelpur þeir geta tekið með sér. Við erum komin heim ca 20:30.

Ferðin er niðurgreidd af sjóði 6. flokks en hver og ein stúlka þarf að greiða 2.000 kr og nægir að taka það með sér og greiða staðnum í peningum.

Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 11. sept.

Við verðum úti allan tímann og því minnum við á að allir klæði sig eftir veðri.

Kveðja,
Foreldraráð

11 comments:

  1. Erna Sólveig mætir í fjörið

    ReplyDelete
  2. en spennandi Bryndís Arna kemur.

    ReplyDelete
  3. Helena Ósk mætir

    ReplyDelete
  4. Hjördís Silja kemur með

    ReplyDelete
  5. Sigríður Björg lætur sig sannarlega ekki vanta :)

    ReplyDelete
  6. Gunnhildur kemur ;)

    ReplyDelete
  7. Anna Kolbrún mætir með fjörið

    ReplyDelete
  8. Sóley Blanc og Sóley Björk mæta báðar

    ReplyDelete
  9. Kara Sól mætir

    ReplyDelete