Fylkir 6.flokkur kvenna

"Til að verða betri en hinir leikmennirnir - þá verður þú að æfa meira en hinir leikmennirnir" - Sara Björk Gunnarsdóttir atvinnumaður og landsliðskona

Monday 18 March 2013

Fyrirlestur um næringarráðgjöf


Fyrirlestur um næringarráðgjöf

Langar þig að fræðast um hvað á að borða fyrir og eftir leik eða keppni?   Barna- og unglingaráð fótboltans í Fylki (BUR) stendur fyrir fyrirlestri Steinars B. Aðalbjörnssonar næringafræðings um heilsusamlegt mataræði fyrir börn og unglinga í íþróttum.  Því miður er mataræði barna og unglinga almennt ekki ákjósanlegt og þarf að bregðast við því með markvissum hætti.  Steinar er með meistaragráðu í næringarfræðum með sérstaka áherslu á mataræði íþróttafólks.  BUR hvetur foreldra og forráðamenn, ásamt eldri iðkendum, til að mæta á fyrirlesturinn og fræðast um holla næringu.  Hún skiptir okkur öll miklu máli, sérstaklega íþróttafólki.

Fyrirlesturinn verður haldinn í hátíðarsal Fylkishallar fimmtudaginn 21. mars og hefst kl 20.  Aðgangseyrir aðeins kr. 500.  Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Fylkiskveðja,
BUR

No comments:

Post a Comment